Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 18:54 Hjalti Tómasson starfar við vinnueftirlit fyrir Alþýðusamband Íslands og er varamaður í stjórn hjá Bárunni, stéttarfélagi á Selfossi. ASÍ/Vinnan Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu síðan tilkynnt var um að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd, en nú biður Sólveig Anna um vinnufrið til að koma á nauðsynlegum breytingum. Í millitíðinni eru áhöld um það hversu starfhæft félagið er, án fulls vinnuframlags flests starfsfólksins. Hjalti Tómasson í Bárunni hefur starfað innan verkalýðshreyfingarinnar í 12 ár og kallaði í gær saman á fund starfsfólk úr ýmsum félögum innan hreyfingarinnar. Þar hafði fólk miklar áhyggjur. „Ég myndi hvetja stjórn Eflingar til að endurskoða þessa ákvörðun og horfa aðeins lengra fram í tímann, vegna þess að þetta mun hafa mjög mikil áhrif langt út á vinnumarkaðinn. Við eigum ekki fordæmi fyrir svona, við eigum enga hefð fyrir svona. Það er sótt að okkur og það er alþjóðlega vitað að markvisst er reynt að draga úr áhrifum stéttarfélaga. Þegar við förum að gera það sjálf svona er ég ekki viss um að við séum á réttri leið,“ segir Hjalti. Aðferðirnar komi að lokum niður á félagsmönnunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti yfir stuðningi við Sólveigu Önnu í gær en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR neitar enn að koma í viðtal. Hafa þeir sögulega séð verið taldir til samherja Sólveigar. „Auðvitað hafa menn bara mismunandi skoðanir og ég virði bara skoðanir þessa fólks sem vill skerpa baráttuna, ég virði það mjög og tek að mörgu leyti undir það. En þær aðferðir sem beitt er, ég get ekki kvittað fyrir þær. Vegna þess að á endanum mun það koma niður á félagsmönnum. Látum vera okkur starfsmennina, en þetta mun koma niður á okkar félagsmönnum. Það er kannski stærsta áhyggjuefnið,“ segir Hjalti.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira