Sami fnykurinn „og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:00 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, tekur til máls á mótmælunum á Austurvelli í dag. Á fimmta hundrað hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 14 í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Einn ræðumanna býst við góðri mætingu, enda telur hann stórum hluta þjóðarinnar misboðið. Ára bankahrunsins 2008 svífi nú yfir vötnum. Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur. Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Fyrri mótmæli vegna bankasölunnar voru haldin um síðustu helgi en skipuleggjendur mótmælanna í dag eru þeir sömu og áður; þar á meðal Jæja-hópurinn svokallaði, hópur sem staðið hefur að fjölda mótmæla og farið hefur mikinn í gagnrýni á ríkisstjórnir Katrínar Jakobsdóttur. Mótmælin hefjast klukkan 14 og á mælendaskrá eru Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og Davíð þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Fram kemur á Facebook-síðu viðburðarins að kröfur mótmælenda séu að bankasölunni verði rift, að stjórn bankasýslunnar víki og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segi af sér. Almenningi misboðið Davíð Þór telur það síðastnefnda „sanngjarna og hógværa kröfu“. Hann býst við góðri mætingu. „Ég veit að fólki og almenningi og öllum þorra þjóðarinnar er gjörsamlega misboðið en við búum líka í samfélagi þar sem við erum að rísa upp úr tveggja ára mjög óvenjulegu tímabili,“ segir Davíð Þór og vísar þar til kórónuveirufaraldursins og tilheyrandi samkomutakmarkanna. Hann hyggst fara um víðan völl í ræðu sinni á mótmælunum á eftir. „Það sló mig, ég er að ferma börn núna. Þau eru fædd 2008, ártal sem hringir ákveðnum bjöllum. Og þess vegna setur að manni óhug þegar maður sér þetta í samfélaginu, finnur sama fnykinn og lá hér yfir öllu í aðdraganda hrunsins.“ Davíð Þór sjálfum blöskrar þær aðferðir sem hafðar voru í söluferlinu; símtöl í margumtalaða fagfjárfesta að kvöldi til, svo dæmi sé tekið. „Mér finnst það ekki í lagi og ég held að engum finnist það í lagi. Nema náttúrulega þeim sem eru með boðskort í orgíuna,“ segir Davíð Þór Jónsson prestur.
Salan á Íslandsbanka Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira