Framtíð Hamarshallarinnar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:01 Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hamar Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar