Framtíð Hamarshallarinnar Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2022 12:01 Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hamar Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Hvergerðingar urðu fyrir miklu eignatjóni í einu fárviðra vetrarins þegar Hamarshöllin féll. Þetta var mikið áfall fyrir íþróttalífið það þurfti að gera ráðstafanir og fá hjálp úr öðrum sveitarfélögum svo sem minnst rof yrði á æfingum barnanna. Þakkir til allra þeirra sem hafa lagt hönd á plóg til að halda starfinu gangandi og þakkir til sjálfboðaliðanna sem tóku þátt í því að hreinsa til og koma dúknum í verð sem lið í fjáröflun fyrir íþróttafélagið Hamar. Hvað segja gögnin? Á bæjarstjórnarfundi Hveragerðisbæjar þann 13. apríl síðastliðinn var tekin fyrir skýrsla verkfræðinga sem hafði að geyma þá kosti sem væru í stöðunni til uppbyggingar. Ákveðin vonbrigði voru þó með skýrsluna þar sem hún hafði ekki að geyma öll þau gögn sem bæjarráð hafði óskað eftir. Minnihlutinn, fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis fóru þá á leit við aðila sem gaf verð í stálgrindarhús með dúk en upphitað. Verðið og tímarammi uppsetningar var í takt við loftborið hús. Nýjar upplýsingar Með nýjar upplýsingar í sínum fórum óskuðu fulltrúar Framsóknar og Okkar Hveragerðis eftir því að skýrslan yrði lögð fram til kynningar en ákvörðun yrði tekin á næsta bæjarstjórnarfundi eða 28. apríl næstkomandi. Mikla virðingu hefði ég borið fyrir þeirri ákvörðun, hefði meirihluti Sjálfstæðismanna verið tilbúin til á hlusta á kynningu í ljósi nýrra gagna og þá jafnvel hægt að slá þá tillögu alveg út af borðinu reyndist hún ekki raunhæf. Mögulega er dúkhýsi besta lausnin, mögulega er samt sem áður stálgrindarhús með dúk, upphitað ákveðin millilending í þessu máli. Framtíðin Það er gríðarlega mikilvægt í öllu ferli innan sveitarstjórnar að taka upplýsta ákvörðun um verkefnin á grundvelli faglegra gagna. Það er einnig mikilvægt að skapa sem mesta sátt í bæjarfélaginu um framtíð íþróttastarfsins og það gerum við á grundvelli upplýsingar. Þannig viljum við í Framsókn í Hveragerði vinna. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og skipar 1. sæti lista Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar