Lýðræðisseggurinn Þórarinn Hjartarson skrifar 16. apríl 2022 11:01 Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Það var ekki hægt að gera ráð fyrir því að allir yrðu sáttir við umboð okkar lýðræðislega kjörna leiðtoga. En eðli málsins samkvæmt er ekki hægt að efast um ágæti þeirra aðgerða sem hann ræðst í. Allt sem leiðtoginn ákveður er í þökk þeirra sem kusu hann. Andlýðræðislegum öflum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna daga. Þessi öfl reyna að telja almenningi trú um að þau séu hlynnt lýðræðislegu stjórnskipulagi en þegar á hólminn er komið virðast þau einungis tilbúin að viðurkenna slíkt þegar það hentar þeirra hagsmunum. Nú eru uppi háværar raddir um að starfsmenn Eflingar eigi rétt á að halda sínu starfi þrátt fyrir að eftir þeirra framlagi sé ekki lengur óskað af nýrri lýðræðislega kjörinni forystu. Grátbroslegt. Líkt og ofdekraður krakki á Arnarnesi, bíðandi eftir þátttökuverðlaunum, kvarta þessir starfsmenn sáran yfir því að hafa tapað. Starfsmenn sem hafa áorkað lítið annað en að standa í vegi fyrir réttindabaráttu þeirra lægstsettu gegn þóknun sem ómögulegt er að réttlæta. Lýðræðislega getur enginn gert tilkall til þess að standa í vegi fyrir Sólveigu Önnu. Það getur enginn efast um ágæti hennar aðgerða næstu árin. Umboðið er skýrt. Þar að auki er hún eina von þeirra sem strita allan ársins hring fyrir ómannsæmandi launum sem hún ein getur leiðrétt. Nú skipast fyrrum vinir hins óvéfengjanlega leiðtoga í röð til þess að stinga hana í bakið. Við þessu mátti búast. Öfl auðvaldsins leynast víða og slóttugir skósveinar kapítalismans reyna að þagga niður rödd þess leiðtoga sem talar máli hinna verst settu. Nú kemur í ljós hverjir eru tilbúnir að standa við bakið á hinum útvalda og hverjir ekki. Frjálslynt miðjufólk í kommentakerfum reynist þý kapítalismans þegar á reynir og reiðubúið að kasta láglaunafólki fyrir rútuna. Án Sólveigar mun verkafólk þurfa að snúa aftur til hinna mannfjandsamlegu myrku áratuga nýfrjálshyggjunnar sem vó svo herfilega að réttindabaráttu þess. Vinnuframlag þeirra sem alla jafna lepja dauðan úr skel mun líkjast sölu Íslandsbanka þar sem blóðþyrstir kapítalistar keppast um að níða einstæðar mæður í brauðröðum. Það kom skýrt fram í stefnuskrá B-listans hvað myndi eiga sér stað ef þau fengju umboð til þess að breyta skipulagsferlum til hins betra. Það er nauðsynleg forsenda fyrir því að hefja baráttuna fyrir næstu kjarasamninga. Fyrirtæki sem munu vísa til þessa athæfis sem hræsni í sínum hópuppsögnum geta gert það að vild. Leiðtoginn mun, í krafti fjöldans, sýna því rauðan hnefann. Höfundur er stjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar