Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 15:15 Ira Slepchenko stendur við líkkistur í bænum Mykulychi í Úkraínu. Í einni kisturinn liggur lík einginmanns hennar. Vísir/AP Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna