Landsmenn hugi að sóttvörnum Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Þau afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú er mest um í nágrannalöndum okkar (H5N1) hafa ekki valdið sýkingum í fólki. Ekki er talin hætta á að smit berist í fólk við neyslu eggja eða kjöts af alifuglum. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því litlar en þó er aldrei hægt að útiloka smit og fólk þarf ávallt að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32