Vaktin: Hafa sent allt að tuttugu þúsund málaliða til Úkraínu Atli Ísleifsson, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 19. apríl 2022 17:35 Úkraínskur hermaður virðir fyrir sér brak brynvarins farartækis í Úkraínu. Getty/Metin Aktas Rússneski herinn hóf í gær stórsókn í austurhluta Úkraínu þar sem ráðist var bæði á hernaðarleg og borgaraleg skotmörk. Volódymír Selenskí Úkraínuforseti segir að orrustan um Donbas sé nú hafin. Hann segir Rússar hafa skipulagt sóknina í lengri tíma enda taki stór hluti rússneska hersins þar þátt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Selenskí sagði í ávarpi í gær að sama hve margir rússneskir hermenn verði sendir til austurvígstöðvanna þá muni Úkraínumenn berjast. „Við munum verja okkur. Alla daga,“ sagði Selenskí. Rússar eru sagðir hafa flutt allt að tuttugu þúsund málaliða frá Sýrlandi, Líbíu og víðar til átakasvæða í Úkraínu. Breska hugveitan RUSI segir að skortur á nákvæmum sprengjum og þjálfun flugmanna komi verulega niður á yfirburðum Rússa í loftunum yfir Donbas. Ihor Terekhov, borgarstjóri Karkív, segir Rússa hafa staðið fyrir „stöðugum árásum“ á borgina og sakar þá um að ráðast á borgaraleg skotmörk. Talsmenn úkraínskra yfirvalda segja sautján manns hafa látið lífið í skotárásum Rússa á úkraínskar borgir. Sjö manns létust í árásum Rússa á borgina Lviv í austurhluta Úkraínu í gær. Borgin hefur að stærstum hluta sloppið við eldflaugaárásir Rússa frá upphafi innrásar. Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 4,9 milljónir Úkraínumanna hafi nú flúið land frá upphafi innrásarinnar. Úkraínustjórn skilaði í gær inn svörum við sérstökum spurningarlista Evrópusambandsins. Skilin eru liður í þeirri áætlun Úkraínustjórnar að landið fái stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandsins. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að næsta skref í hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu sé hafið. Lögð verði áhersla á frelsun Donbas héraðana í þessum liði aðgerða. Þá segjast rússnesk yfirvöld hafa hæft 1.260 skotmörk í aðgerðum í gærkvöld og í nótt, þar á meðal að hafa grandað úkraínskri MiG-29 herþotu í Donbas. Hér má sjá vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira