Miami í toppmálum | Ingram og Morant öflugir er Pelicans og Grizzlies jöfnuðu metin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 07:30 Jimmy var magnaður í nótt. Michael Reaves/Getty Images Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Miami Heat er komið 2-0 yfir gegn Atlanta Hawks, New Orleans Pelicans jöfnuðu metin gegn toppliði Phoenix Suns og Memphis Grizzlies jöfnuðu einnig metin gegn Minnesota Timberwolves. Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Jimmy Butler átti ótrúlegan leik í tíu stiga sigri Heat á Hawks, lokatölur 115-105. Butler virðist vera þannig leikmaður að hann nýtur sín hvað best í úrslitakeppninni og hann sýndi allar sínar bestu hliðar í nótt. Alls skoraði hann 45 stig á þeim 39 mínútum sem hann spilaði. Þá gaf hann fimm stoðsendingar ásamt því að hirða fimm fráköst. Tyler Herro var næststigahæstur í liði Heat með 15 stig. Hjá Hawks skoraði Bogdan Bogdanovic 29 stig og Trae Young skoraði 25 stig. 45 POINTS for Jimmy Buckets A new playoff career-high for @JimmyButler puts the @MiamiHEAT up 2-0!Game 3: Friday, 7 PM ET, ESPN pic.twitter.com/xAjzVassBk— NBA (@NBA) April 20, 2022 Phoenix Suns – óumdeilanlega besta lið deildarkeppninnar – tapaði óvænt gegn Pelicans í nótt en almennt var búist við því að Sólirnar myndu mæta með kúst með sér í einvígið. Gestirnir frá New Orleans voru ekki á því og unnu góðan 11 stiga sigur í nótt, lokatölur 125-114. Brandon Ingram minnti alþjóð á af hverju það var svona mikil spenna í kringum komu hans í deildina. Hann skoraði 37 stig, tók 11 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom CJ McCollum með 23 stig, níu stoðsendingar og átta fráköst. 37 points for Brandon Ingram 26 in second half 11 rebounds, 9 assists Pelicans tie the series 1-1What a night for @B_Ingram13 in his second-ever playoff game.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/Nj6gKx9UM4— NBA (@NBA) April 20, 2022 Hjá Suns skoraði Devin Booker 31 stig á meðan Chris Paul skoraði 17 og gaf 14 stoðsendingar. Grizzlies gjörsamlega pökkuðu Timberwolves saman og jöfnuðu metin í einvíginu, lokatölur 124-96. Ja Morant skoraði 23 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók níu fráköst. Anthony Edwards skoraði 20 stig fyrir Minnesota. Ja helps the @memgrizz knot the series!23 points9 boards10 assistsGame 3: Thursday, 7:30pm/et, TNT pic.twitter.com/m0hZdAowuM— NBA (@NBA) April 20, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira