Lögreglu beri að aðstoða þrátt fyrir hættu á fuglaflensu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 Brigitte vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að þó það sé ólíklegt, þá sé ekki hægt að útiloka það að fuglaflensan smitist í önnur dýr. „Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
„Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira