Hver ræður? Kristinn Sigurjónsson skrifar 24. apríl 2022 20:00 Það munu væntanlega margir telja hel frosið í neðra þegar ég fer að taka upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi og Sósíalista. Tel ég því næsta formsatriði að ég fái persónulega afsökunarbeiðni frá Gunnari Smára fyrir að hafa verið fleygt út úr Facebook-síðu sósíalista. Það er nú samt svo að þegar mér finnst menn eða málefni fá óréttláta og oft á tíðum ranga umfjöllun þá er ég tilbúinn að tjá mig hvort sem fólk hallast til vinstri eða hægri. Ég gladdist mjög þegar Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar stéttarfélags árið 2018. Ekki það að ég styddi hana til embættisins heldu að hún feldi Sigurð Bessason sem hafði af mér um 1.5 milljón á núvirði þá reyndar bara skrifstofublók hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem var eitt af 4 félögum sem sameinuðust undir Eflingu. Sigurður hafði í öll þau ár sem hann var starfandi formaður og varaformaður hjá Dagsbrún litið niður á launafólk nema svona rétt á tyllidögum og fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þó svo að uppi hafi verið góð markmið við stofnun Eflingar þá tókst þáverandi formanni hálfvegis að svæfa félagið og fjarlægja það frá sínum félagsmönnum. Sem gerði það að verkum að félagið varð frekar lélegur stuðningsaðili láglaunafólks. Breytinga innan eflingar var því orðin alger nauðsyn þegar Sólveig kemur og er kosin formaður. Að koma inn í svona mafíu hugsunarhátt án þess að hafa verið í goggunarröðinni og ætla sér að stokka upp og hreinsa til er auðveldara að segja en gera og það kom líka strax í ljós að fólk sem þarna sat við kjötkatlana var ekki alveg tilbúið til að standa upp. Þegar togarinn heldur til veiða þá er ekki haldin fundur í borðsalnum og áhöfnin greiðir um það atkvæði á hvaða veiðislóð skuli haldið. Það er skipstjórinn sem tekur ákvörðun og hann stendur og fellu með sinni ákvörðun. Sama er með flest öll fyrirtæki það er einn sem ræður. Og sem starfsmanni ber þér að gera það sem þér er sagt að gera. Ef ekki þá ættirðu að finna þér aðra vinnu. Efling er ekki undanskilið þó það sé félag margra aðila þá hafa þeir aðilar kosið sér leiðtoga sem er samkvæmt öllum lýðræðis leikreglum í félagsskapnum réttkjörin. Þegar uppreisnin síðan innan félagsins er gengin úr hófi segir formaðurinn af sér býður sig fram aftur og fær aftur meirihluta atkvæða frá félagsmönnum. Hins vegar eru sætin við kjötkatlana svo góð og uppreisnin hafði virkað áður svo nú skal áfram haldið Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Sólveig er rétta persónan til þess að leiða breytingar á félaginu. En að minnsta kosti er hún að reyna og hefur til þess stuðning meirihluta. Það er nauðsyn fyrir hvern leiðtoga að hafa fólk hjá sér sem leiðtoginn treystir og getur unnið með. Það hefur ekki verið raunin hjá Sólveigu þar sem en svífa leifar af fyrrum svæfingameistara innan Eflingar. Til að ná fram breytingu á starfslýsingu í ráðningarsamning þarf að segja upp núverandi ráðningarsamning. Það eru lög og reglur um hvernig því skal háttað. Það að verkalýðsfélag ráðist í hópuppsagnir þarf ekki á nokkurn hátt að skapa fordæmi fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er nauðsynleg aðgerð hjá Sólveigur að segja öllum upp láta alla sitja við sama borð. Vissulega verða sumir ósáttir við breytingar enda orðnir vanir hinu ljúfa lífi Þá kemur berlega í ljós hverjir bera hag félagsins fyrir brjósti og hverjir ekki. Þeir ósáttu telja sér til framdráttar að bera innanhúss krísu á torg og til að bæta grá á svart sækja bumbu berjarara upp í Efstaleiti til að halda nornabrennununi gangandi. Ég hef sagt áður þegar Fjölmiðillinn í Efstaleiti er farinn að berja bumburnar þá er venjulega besta leiðin að stoppa staldra við því stórlega má vara sig á því sem þaðan kemur. Hefur margs sýnt sig að þar er það notað sem betur hljóma óháð staðreyndum. Sama og með togarann hér að ofan þá þarf ákveðið einræði Það er einn sem ræður og ef þú ert ekki sáttur við þær ákvarðanir sem sá aðili tekur þá er það þitt að koma með kurteislega ábendingu um að hugsanlega væri hægt að fara aðra leið. Eða segja upp störfum og finna þér aðra vinnu. Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú ert góður starfsmaður. Ef þú hins vegar ferð að bera innhús krísu á torg myndi ég að minnsta kosti reka þig á núll einni. Mistök Sólveigar eru þau að eftir að hafa sótt nýtt og óskorað umboð til að stjórna Eflingu hefði hún átt að taka hvern og einn starfsmann á eintal, setja viðkomandi reglurnar og ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess að samþykkja eða vinna að framgangi þeirra hugmynda sem formaðurinn hefur þá er ávísun fyri laun næstu 3 mánuði og þú hefur klukkustund til að hreinsa skrifborðið þitt. Höfundur er atvinnurekandi í Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það munu væntanlega margir telja hel frosið í neðra þegar ég fer að taka upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi og Sósíalista. Tel ég því næsta formsatriði að ég fái persónulega afsökunarbeiðni frá Gunnari Smára fyrir að hafa verið fleygt út úr Facebook-síðu sósíalista. Það er nú samt svo að þegar mér finnst menn eða málefni fá óréttláta og oft á tíðum ranga umfjöllun þá er ég tilbúinn að tjá mig hvort sem fólk hallast til vinstri eða hægri. Ég gladdist mjög þegar Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar stéttarfélags árið 2018. Ekki það að ég styddi hana til embættisins heldu að hún feldi Sigurð Bessason sem hafði af mér um 1.5 milljón á núvirði þá reyndar bara skrifstofublók hjá verkalýðsfélaginu Dagsbrún sem var eitt af 4 félögum sem sameinuðust undir Eflingu. Sigurður hafði í öll þau ár sem hann var starfandi formaður og varaformaður hjá Dagsbrún litið niður á launafólk nema svona rétt á tyllidögum og fyrir framan sjónvarpsmyndavélar. Þó svo að uppi hafi verið góð markmið við stofnun Eflingar þá tókst þáverandi formanni hálfvegis að svæfa félagið og fjarlægja það frá sínum félagsmönnum. Sem gerði það að verkum að félagið varð frekar lélegur stuðningsaðili láglaunafólks. Breytinga innan eflingar var því orðin alger nauðsyn þegar Sólveig kemur og er kosin formaður. Að koma inn í svona mafíu hugsunarhátt án þess að hafa verið í goggunarröðinni og ætla sér að stokka upp og hreinsa til er auðveldara að segja en gera og það kom líka strax í ljós að fólk sem þarna sat við kjötkatlana var ekki alveg tilbúið til að standa upp. Þegar togarinn heldur til veiða þá er ekki haldin fundur í borðsalnum og áhöfnin greiðir um það atkvæði á hvaða veiðislóð skuli haldið. Það er skipstjórinn sem tekur ákvörðun og hann stendur og fellu með sinni ákvörðun. Sama er með flest öll fyrirtæki það er einn sem ræður. Og sem starfsmanni ber þér að gera það sem þér er sagt að gera. Ef ekki þá ættirðu að finna þér aðra vinnu. Efling er ekki undanskilið þó það sé félag margra aðila þá hafa þeir aðilar kosið sér leiðtoga sem er samkvæmt öllum lýðræðis leikreglum í félagsskapnum réttkjörin. Þegar uppreisnin síðan innan félagsins er gengin úr hófi segir formaðurinn af sér býður sig fram aftur og fær aftur meirihluta atkvæða frá félagsmönnum. Hins vegar eru sætin við kjötkatlana svo góð og uppreisnin hafði virkað áður svo nú skal áfram haldið Ég ætla ekki að leggja mat á það hvort Sólveig er rétta persónan til þess að leiða breytingar á félaginu. En að minnsta kosti er hún að reyna og hefur til þess stuðning meirihluta. Það er nauðsyn fyrir hvern leiðtoga að hafa fólk hjá sér sem leiðtoginn treystir og getur unnið með. Það hefur ekki verið raunin hjá Sólveigu þar sem en svífa leifar af fyrrum svæfingameistara innan Eflingar. Til að ná fram breytingu á starfslýsingu í ráðningarsamning þarf að segja upp núverandi ráðningarsamning. Það eru lög og reglur um hvernig því skal háttað. Það að verkalýðsfélag ráðist í hópuppsagnir þarf ekki á nokkurn hátt að skapa fordæmi fyrir vinnumarkaðinn. Þetta er nauðsynleg aðgerð hjá Sólveigur að segja öllum upp láta alla sitja við sama borð. Vissulega verða sumir ósáttir við breytingar enda orðnir vanir hinu ljúfa lífi Þá kemur berlega í ljós hverjir bera hag félagsins fyrir brjósti og hverjir ekki. Þeir ósáttu telja sér til framdráttar að bera innanhúss krísu á torg og til að bæta grá á svart sækja bumbu berjarara upp í Efstaleiti til að halda nornabrennununi gangandi. Ég hef sagt áður þegar Fjölmiðillinn í Efstaleiti er farinn að berja bumburnar þá er venjulega besta leiðin að stoppa staldra við því stórlega má vara sig á því sem þaðan kemur. Hefur margs sýnt sig að þar er það notað sem betur hljóma óháð staðreyndum. Sama og með togarann hér að ofan þá þarf ákveðið einræði Það er einn sem ræður og ef þú ert ekki sáttur við þær ákvarðanir sem sá aðili tekur þá er það þitt að koma með kurteislega ábendingu um að hugsanlega væri hægt að fara aðra leið. Eða segja upp störfum og finna þér aðra vinnu. Sem ætti ekki að vera vandamál ef þú ert góður starfsmaður. Ef þú hins vegar ferð að bera innhús krísu á torg myndi ég að minnsta kosti reka þig á núll einni. Mistök Sólveigar eru þau að eftir að hafa sótt nýtt og óskorað umboð til að stjórna Eflingu hefði hún átt að taka hvern og einn starfsmann á eintal, setja viðkomandi reglurnar og ef viðkomandi er ekki tilbúinn til þess að samþykkja eða vinna að framgangi þeirra hugmynda sem formaðurinn hefur þá er ávísun fyri laun næstu 3 mánuði og þú hefur klukkustund til að hreinsa skrifborðið þitt. Höfundur er atvinnurekandi í Kanada.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar