Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2022 20:59 Kristrún segir Bjarna taka heiður fyrir sjálfsagða hluti. Vísir Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún. Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún.
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30
„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30