Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2022 08:31 Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Píratar Hafnarfjörður Kynþáttafordómar Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins. Rasismi og fordómar eru margþætt samfélagsvandamál sem fyrirfinnast í öllum lögum samfélagsins og stofnunum þess. En hvað getum við gert til þess að sporna við slíkum fordómum fyrir betra og réttlátara samfélag? Við hjá Pírötum í Hafnarfirði viljum aðgerðastefnu gegn rasisma og fordómum hjá Hafnarfjarðarbæ. Fræðsla er lykilatriði þegar kemur að því að uppræta fordóma og enginn einstaklingur í samfélaginu ætti að þurfa að upplifa fordóma vegna húðlitar, tungumáls, trúarbragða, uppruna eða vegna þess að viðkomandi hefur sótt um alþjóðlega vernd eða hefur stöðu flóttamanns. Við myndum vilja sjá fræðslu í menntastofnunum bæjarins. Það er aldrei of snemmt að byrja að fræða fólk um fjölbreytileika mannlífsins og það er heldur aldrei of seint. Samfélagið verður að læra að hlusta þegar einstaklingar stíga fram og segja reynslu sína af fordómum, niðurlægingu og rasisma. Það er hluti af því að læra og skilja en ekki hrökkva í vörn. Á dögunum kom upp mál þar sem lögregla á Íslandi hafði tvisvar afskipti af 16 ára unglingi, eingöngu vegna þess að einstaklingurinn er með dökkan húðlit og tiltekna hárgreiðslu. Málið einkenndist bæði af samfélagslegum og kerfisbundnum rasisma. Niðurstaðan og afleiðingarnar eru ömurlegar fyrir einstaklinginn sjálfan og hafa einnig áhrif á stóran hóp í samfélaginu sem getur speglað sig í þessum atburði. Í kjölfarið er ólíðandi að dómsmálaráðherra stígi fram og afneiti því að rasismi grasseri innan lögreglunnar þegar hið sanna er að rasismi er stórt samfélagsvandamál hérlendis líkt og í flestum vestrænum löndum. Það er því ekki að undra að rasismi skuli einnig vera vandamál innan lögreglunnar. Það er jafnframt ólíðandi að innviðaráðherra á Íslandi láti út úr sér rasísk ummæli og í kjölfarið snúist umræðan meira um tilfinningar viðkomandi ráðherra eða um fólk sem stígur fram til þess að verja téðan ráðherra. Í staðinn ætti að nýta tækifærið til umræðu um hversu umfangsmikill og almennur rasismi er á Íslandi og hversu mikinn skaða slík ummæli geta ollið, þá sér í lagi frá manneskju í valdastöðu. Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum myndi vinna þvert á stofnanir Hafnarfjarðarbæjar þar sem verkferlar yrðu t.a.m. virkjaðir ef einstaklingur verður fyrir slíkum fordómum. Aðgerðastefnan hefði forvarnargildi, símenntunargildi og hún væri lausnamiðaður liður í því að virkja verkferla þegar fólk upplifir rasisma og fordóma og mismunun á grundvelli þess. Fyrir réttlátara samfélag og betri líðan allra samfélagsþegna. Höfundur er mannfræðingur og frambjóðandi í 4. sæti fyrir Pírata í Hafnarfirði.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun