Fækkar konum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Orri Björnsson skrifar 26. apríl 2022 00:00 Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun