BYKO hlýtur Kuðung umhverfisráðuneytisins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2022 13:05 Forstjóri BYKO vonar að viðurkenningin verði líka öðrum fyrirtækjum í byggingariðnaðargreininni hvatning til að nota vistvæn byggingarefni. Vísir/Egill Íslenska byggingavöruverslunin BYKO hlýtur Kuðunginn í ár en það er umhverfisviðurkenning umhverfis-og loftslagsmálaráðuneytisins en hún er veitt í dag, á degi umhverfisins. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu. Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, segir í samtali við fréttastofu að verk sé að vinna innan byggingariðnaðarins því hann standi fyrir gríðarstóru kolefnisspori. Hann vonar að fleiri fyrirtæki innan greinarinnar taki upp vistvæn byggingarefni. Sigurður segir að umhverfisstefna verslunarkeðjunnar sé af tvennum toga. „Annars vegar okkar innra starf; sorpflokkunin, orkuskiptin og hvernig við högum okkur og hvernig við náum niður okkar eigin kolefnisspori og síðan er það hinn vængurinn, sem er ekki síður mikilvægur, og það er að hafa áhrif út á við; til okkar viðskiptavina, hönnuða, arkítekta og fleiri með því að bjóða vistvæn byggingarefni sem uppfylla helstu vistvottunarkerfi eins og BREEAM, merki svansins, Evrópublómið og svo framvegis.“ Síðustu ár hafi heilmikil þekking um umhverfis-og loftslagsmál skapast innan Byko. „Við höfum byggt upp heilmikla þekkingu og ráðgjöf innandyra hjá okkur. Við erum með vottaðan BREEAM sérfræðing sem kemur að borðinu með hönnuðum og verktökum. Við erum að hafa mikil áhrif út á við og inn í samfélagið þegar kemur að byggingum.“ Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, tók við viðurkenningunni.Vísir/Egill Viðurkenningin hafi gríðarlega þýðingu fyrir starfsfólk BYKO. „Fyrst og fremst er hún staðfesting á að við erum á réttri leið og hún hvetur okkur enn frekar áfram. Ég vona svo sannarlega að viðurkenningin muni hafa áhrif á aðra sem koma að byggingariðnaði vegna þess að staðreyndin er sú að byggingariðnaðurinn stendur undir 40% af kolefnisspori heimsins og þar er verk að vinna. Ég segi það oft að ólíkt neysluvörunni þá hefur neytandinn ótal tækifæri til að breyta sinni hegðun en byggingar lifa í hundrað ár og það er ólíklegt að óvistvæn bygging verði vistvæn á líftíma sínum.“ Liður í því minnka kolefnisspor BYKO er að hafa þann háttinn á að flutningar á timbri verði með eins sjálfbærum hætti og unnt er. Í síðustu viku kom flutningaskip í beinni siglingu frá Lettlandi til hafnar á Akureyri með timbur sem stendur til að nýta til uppbyggingar á Norðurlandi. Að sögn forsvarsmanna BYKO sparar þessi nýbreytni m.a. siglingu meðfram Suðurlandi til Reykjavíkur og akstur flutningabíla frá höfuðborginni og norður í land. Um 50 ferðir flutningabíla hefði þurft til að flytja farminn norður. Nemendur útnefndir Varðliðar umhverfisins Nemendur í 7. bekk í Sæmundarskóla voru útnefndir Varðliðar umhverfisins í dag. Vísir/egill Við þetta sama tækifæri voru nemendur í Sæmundarskóla útnefndir Varðliðar umhverfisins. Nemendurnir eru í 7. Bekk og unnu verkefnið Hvað get ég gert? En við framkvæmd þess fundu nemendur sjálfir hvað mætti bæta í nærumhverfi þeirra og tóku skref til þess að gera úrbætur. Verkefnin byggja á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og taka meðal annars til úrgangsmála, matarsóunar, skipulagsbreytinga á nærumhverfi og rannsókna á ábyrgri neyslu.
Byggingariðnaður Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira