„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bjarki Sigurðsson og Snorri Másson skrifa 25. apríl 2022 22:09 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Bryndís ræddi við fréttastofu í dag um lækkandi traust til ráðherra ríkisstjórnarinnar í kjölfar sölunnar. „Nei, ekkert sérstaklega,“ segir Bryndís aðspurð hvort lækkandi traust komi henni á óvart. „Við erum stödd á þeim stað í umræðunni og hún hefur verið mjög hörð á samfélagsmiðlum og úti í samfélaginu. Alls konar sögur hafa verið að fljúga um samfélagið og nú er það verk að vinna.“ Hún segir að nú þurfi að koma á framfæri því góða sem gekk upp við söluna. „Stóra myndin gekk mjög vel í þessu en það eru atriði sem við verðum að rannsaka og við verðum að fá svör við hér á þingi. Meðal annars þurfum við Bankasýsluna í lið með okkur í því að svara þessum spurningum,“ segir Bryndís. „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar.“ Viðtalið við Sigmund Davíð og Bryndísi hefst þegar um 3:30 eru liðnar af myndbandinu hér fyrir neðan. Laskað traust kemur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, heldur ekki á óvart. Hann vill þó meina að traust til ráðherrana hefði alltaf farið minnkandi, þrátt fyrir ef engin bankasala hefði átt sér stað. „Ég held að fylgið eða stuðningurinn hefði alltaf farið minnkandi eftir að þau höfðu ekki lengur Covid-skjólið sem þeim hefur liðið ágætlega í í tvö ár. Nú er allt í einu byrjuð aftur pólitísk umræða á Íslandi og það er ekki sérgrein þessarar ríkisstjórnar að ræða pólitík,“ segir Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðis? Við ætlum að fara yfir helstu atriði málsins hér á eftir 24. apríl 2022 08:00
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55