Þingmenn ræddu bankasölu langt fram á nótt Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. apríl 2022 07:36 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Alþingismenn ræddu munnlega skýrslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa ríkisins í Íslandsbanka langt fram á nótt en fundi var ekki slitið fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú. Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar. Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Hart var tekist á um málið enda var þing að koma saman í fyrsta sinn eftir páskafrí og tóku fjölmargir þingmenn þátt í umræðunni sem hófst um klukkan fimm, síðdegis í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, átti síðasta orðið í nótt en hún endurómaði orð annarra þingmanna um að hún saknaði þess að fjármálaráðherra væri einn til svara. Hún kallaði sérstaklega eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra tækju þátt í umræðunni en Lilja hefur sagst hafa mótmælt fyrirkomulaginu á sölunni á bankanum á fundi með hinum ráðherrunum tveimur. „Ég hef líka viljað draga það fram, og ég vil undirstrika það, að ríkisstjórnin og ráðherrar í ríkisstjórn geta ekki afsalað sér stjórnsýslulegri ábyrgð og sett hana yfir á Bankasýslu ríkisins. Það er ekki hægt. Bankasýsla ríkisins er sjálfstæð ríkisstofnun, þó það sé sagt að hún sé sérstök samkvæmt lögum þá lýtur hún öllum þeim skilyrðum sem falla til og heyra undir opinberar stofnanir,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi í nótt. Á morgun, miðvikudag, koma síðan fulltrúar Bankasýslunnar fyrir opinn fund fjárlaganefndar þingsins til að svara fyrir söluna en sá fundur átti upphaflega að fara fram í gær. Honum var hins vegar frestað með skömmum fyrirvara, að beiðni Bankasýslunnar.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 „Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55
„Viltu ekki bara afhenda mér lyklana?“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar tókust hart á í umræðum sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Á einum tímapunkti spurði Kristrún Bjarna hvort hann vildi ekki afhenda henni lyklana að fjármálaráðuneytinu. Bjarni kvartaði ítrekað undan því að gripið væri fram í fyrir honum á meðan hann svaraði Kristrúnu 25. apríl 2022 19:32
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37