Bregðumst ekki hinsegin börnum í Garðabæ Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 27. apríl 2022 12:50 Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Málefni trans fólks Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2015 lagði Samfylkingin fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ um að gera samning við Samtökin ‘78 til þess að tryggja hinsegin fræðslu í grunnskólum Garðabæjar. Tillagan var samþykkt og vísað í skólanefnd, þar sem hún var látin sofna. Árið 2018 var aftur lögð fram af Garðabæjarlistanum sambærileg tillaga, enn aftur árið 2020 og hún svo endurtekin nú í vor af bæjarfulltrúa Garðabæjarlistans, sem nú er oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Í hvert sinn hefur tillögunni verið vel tekið, en í hvert sinn hefur pólitísk hugmyndafræði um valfrelsi skólastjórnenda um tilhögun fræðslu verið látin koma í veg fyrir að Garðabær leggi línurnar í málaflokknum. Nú er tillagan komin úr skólanefnd og á borð fræðslusviðs til umræðu. Ekki er enn ljóst hvort hún nær fram að ganga í þetta sinn. Á fundi Garðabæjarlistans um málefni hinsegin barna og ungmenna með fulltrúum Samtakanna ‘78 í Sveinatungu þann 25. apríl kom fram að margir skólar í Garðabæ nýta sér fræðsluþjónustu samtakanna, en í mismiklum mæli. Hins vegar er ljóst að skýr stefna frá sveitarfélaginu og fastur rammi utan um fræðsluna mun nýtast öllu starfsfólki og börnum bæjarins, ekki síst þeim u.þ.b. 10% grunnskólabarna sem ætla má að séu hinsegin í bænum, sem og börnum hinsegin foreldra. Að mínu mati skiptir miklu máli að sú fræðsla komi frá Samtökunum ‘78 - félagi hinsegin fólks á Íslandi, þar sem sérfræðiþekkingin og tengslin við allt hinsegin samfélagið er til staðar. Hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ hafa sagt frá því að þau hafi ekki öruggt rými innan sveitarfélagsins til að leita í og mörg sækja hinsegin félagsstarf bæði í Hafnarfirði og í Reykjavík. Starfsfólk skólanna í bænum stendur á sama tíma uppi verkfæralaust vegna þess að ekki hefur verið sett stefna í því hvernig taka skuli á móti hinsegin börnum í skólakerfinu og hvernig bæta megi umhverfi þeirra til þess að þau geti fengið að vera þau sjálf. Þessu þurfum við að bæta úr, því samfélagið okkar er fjölbreytt og við þurfum að koma til móts við þann veruleika. Með því að gera ekkert í málunum bregðumst við hinsegin börnum. Á heimsvísu er nú markvisst vegið að réttindum hinsegin fólks sem aldrei fyrr og bakslagið er sérstaklega þungt fyrir trans börn og foreldra þeirra. Meira að segja á Íslandi fer fram opinber umræða um réttindi trans fólks sem minnir á þá afmennskandi umræðu sem fór fram um réttindi samkynhneigðra á sínum tíma. Því er rétti tíminn núna fyrir Garðabæ að taka afgerandi afstöðu með mannréttindum hinsegin fólks. Ég tala af reynslu bæði sem kennari á unglingastigi og sem fyrrverandi formaður Samtakanna ‘78: Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig og unglingastig. Við þurfum hinsegin fræðslu fyrir allt starfsfólk bæjarins. Við þurfum fræðslu fyrir íþróttafélögin í bænum. Garðabær þarf að setja sér sértæka stefnu í málefnum hinsegin fólks. Garðabær þarf að búa til vísi að hinsegin félagsmiðstöð fyrir grunnskólanemendur og koma á fót ungmennahúsi þar sem hægt er að halda hinsegin kvöld fyrir eldri ungmenni. Allt mun þetta skila sér í samfélagi þar sem hinsegin börn og ungmenni fá loksins að upplifa að þau tilheyri. Með því að framkvæma þessa hluti mun Garðabær sýna með skýrum hætti að hann stendur með öllum íbúum sínum. Í sjö ár hefur verið uppi krafa frá minnihlutanum í bæjarstjórn um að bæta markvisst þjónustu við hinsegin börn og ungmenni í Garðabæ. Ekkert hefur gerst, þótt tillögur séu ítrekað samþykktar og alltaf tekið vel í málefnið á fundum bæjarstjórnar. Með fögrum orðum um mikilvægi málaflokksins hafa ekki ennþá fylgt efndir. Þetta þarf að breytast. Ég þekki málefni hinsegin barna og ungmenna og mikilvægi þeirra afar vel og mun berjast fyrir þeim í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Ég óska eftir umboði Garðbæinga til þess. Kjósum XG í vor, fyrir barnvænt samfélag - fyrir öll börn. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun