Fjárfestum markvisst í hverfum Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Einar Þorvarðarson skrifa 29. apríl 2022 10:30 Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðustu ár höfum við í Viðreisn lagt áherslu á að framtíðarsýn Kópavogsbæjar sé skýr. Að bæjarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins gangi í takt með ábyrgum rekstri, ábyrgum ákvörðunum og skýrum stefnum fyrir öll meginsvið í rekstri sveitarfélagsins. Þessar áherslur hafa þegar skilað sér með breytingum og endurspeglast áhersla okkar m.a. í nýstofnuðu fjármálasviði þar sem markvisst mat fer fram á nýtingu fjármagns og ákvarðanir eru teknar á grundvelli stefnumarkandi áætlana. Við mælum svo frammistöðu okkar stöðugt í nákvæmu upplýsingakerfi sem er sýnilegt öllum Kópavogsbúum á grundvelli gagnsæis. Fækkum nefndum og stofnum umhverfisráð allra hverfa. Til að fylgja vinnu okkar eftir leggjum við nú einnig til einföldun á nefndarkerfi sveitarélagsins til aukinnar skilvirkni. Þannig viljum við fækka nefndum innan stjórnsýslunnar og færa verkefni þeirra til ráðanna sem þegar eru starfandi. Við viljum einnig stofna umhverfisráð í öllum hverfum þar sem íbúar fá greitt fyrir vinnu sína til að tryggja aukna samvinnu á milli íbúa og bæjarins. Markmiðið er að tryggja að viðhald eldri hverfa verði í takti við þarfir og væntingar íbúa og að vistvæn og heilsueflandi hverfi verði þróuð í víðtæku og metnaðarfullu samráði. Við boðum einnig róttækar breytingar á undirbúningi skipulagsmála þar sem samráð við íbúa verði tryggt á fyrstu stigum. Nú bíður okkar að gera hverfisáætlanir fyrir öll fimm hverfi Kópavogs. Við viljum efla nærþjónustu og styrkja miðsvæði sem hjörtu hverfanna. Breyta þarf flokkun á úrgangi og tryggja nýjar lausnir við úrgangsstjórnun. Við ætlum að tryggja betur öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og koma hundagerðum í öll hverfi. Þá þarf að auka og bæta viðhald gatna, stíga og leiksvæða. Umhverfi og lýðheilsa eru samtvinnuð. Við í Viðreisn teljum mikilvægt að vinna lýðheilsuáætlanir fyrir öll skólahverfi sem m.a. byggja á mælingum sem birtar eru í mælaborði barna. Við leggjum áherslu á viðhald og varðveislu grænna svæða til leiks, íþrótta, samvista og útiveru og viljum leitast við að skapa aðstæður sem hjálpa börnum jafnt sem fullorðnum til að stunda hreyfingu, leik og útivist í sínu nánasta umhverfi. Viljum hugsa hið byggða umhverfi sem hringrás þar sem samgöngur, skipulag og húsnæði er hugsað sem ein heild og að fólk hafi val um að sækja verslun, þjónustu og atvinnu með virkum ferðamátum. Mikil uppbygging framundan Það er gríðarlega mikilvæg uppbygging framundan í Kópavogi. Má þar nefna þéttingarverkefni eins og seinni hluta Glaðheima þar sem verðlaunahugmynd gerir ráð fyrir að Reykjanesbrautin verði lögð í stokk og Linda- og Smárahverfi tengd saman með göngu- og hjólastígum og grænum svæðum. Við viljum hefja þegar í stað undirbúning deiliskipulags á nýrri íbúabyggð í Vatnsendahlíð til að þar sé unnt að byrja að byggja um leið og færi gefst. Skipulag við Vatnsendahvarf þarf hins vegar að endurskoða og vinna þarf nýja skipulagslýsingu fyrir Kársnes áður en frekari ákvarðanir verða teknar fyrir það svæði. Við viljum standa að hugmyndasamkeppni fyrir íþrótta- og útivistarsvæðin okkar í Smáranum og Kórnum þar sem m.a. þarf að vinna með samgöngulausnir og horfa þarf til möguleika á menntaskóla á þeim svæðum og annari framtíðaruppbyggingu í samráði við íbúa og íþróttafélögin. Viðreisn í Kópavogi vill fjárfesta til framtíðar með íbúum! Theodóra S. Þorsteinsdóttir - Oddviti Viðreisnar í KópavogiEinar Þorvarðarson - Skipar annað sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun