Varpa ljósi á jákvæð áhrif Covid-faraldursins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. apríl 2022 22:30 Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir á Landspítala og prófessor í smitsjúkdómum við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Töluvert færri lögðust inn á spítala vegna lungnabólgu og hjartavandamála á árinu 2020 samanborið við árin þar áður samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirlæknir á Landspítala segir niðurstöðurnar koma á óvart en þær varpi ljósi á áhrif smitsjúkdóma á önnur veikindi. Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Læknaneminn Aðalsteinn Dalmann Gylfason fór fyrir rannsókninni en hún miðaði að því að meta áhrif þeirra samkomutakmarkanna sem gripið var til árið 2020 þegar faraldur kórónuveirunnar geisaði. Slakað var á takmörkunum og þær hertar til skiptis yfir árið en þegar mest á lét var tíu manna samkomubann í gildi. Skömmu eftir að fyrstu smitin greindust hér á landi var gripið til 100 manna samkomubanns. Það er óneitanlegt að Covid hafi haft slæmar heilsufarslegar afleiðingar í för með sér en ávinningurinn var þó einhver að sögn Magnúsar Gottfreðssonar, prófessors í smitsjúkdómum og yfirlæknis á Landspítala. „Allar svona ráðstafanir eins og gripið var til á þessu ári hafa á sér mjög leiðinlegar hliðar og öllum meinilla við að takmarka frelsi fólks, en það sem að kemur þarna í ljós er að það var þó einhver viðbótar heilsufarsávinningur sem fylgdi því að draga niður í þrýstingnum í samfélaginu á þessum tíma,“ segir Magnús. Mest fækkaði innlögnum vegna lungnabólgu. Inflúensan hvarf nánast á þessu tímabili og hafði það í för með sér að innlögnum vegna lungnabólgu fækkaði til að mynda um 31 prósent, innlögnum vegna bráðs hjartadreps fækkaði um 18 prósent, og hjartaþræðingum fækkaði um 23 prósent. „Við teljum að þetta séu niðurstöður sem koma nokkuð á óvart en kannski sýna okkur tengsl milli ýmis konar öndunarfærasýkinga og annarra sjúkdóma sem við höfum almennt ekki verið að tengja við smitsjúkdóma eins og inflúensu hingað til,“ segir Magnús. Niðurstöðurnar gætu nýst vel í framtíðinni, til að mynda væri hægt að leggja aukna áherslu á bólusetningu, sérstaklega hjá viðkvæmum hópum. „Vegna þess að bólusetning gegn inflúensu hefur ekki bara áhrif til að vernda okkur gegn inflúensunni sjálfri heldur þessum fylgikvillum eins og kransæðastíflu, heilaáföllum og fleiru sem að fylgir gjarnan í kjölfarið í kjölfarið,“ segir Magnús. Áfram voru samkomutakmarkanir í gildi árið 2021 og á fyrstu mánuðum 2022. „Það verður mjög áhugavert að bera árið 2021 saman við þetta sérstaka ár, 2020, og við munum örugglega gera það í framtíðinni,“ segir Magnús.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Almannavarnastig vegna Covid-19 fært niður á óvissustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við sóttvarnalækni, hefur ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna Covid-19 niður á óvissustig. 29. apríl 2022 12:36