Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. maí 2022 23:01 Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar þingsins í Georgíu. Vísir/Ívar Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann. Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem sendinefnd frá Georgíu kemur til Íslands en koma nefndarinnar markar 30 ára afmæli stjórnmálasambands landanna. Nýskipaður sendiherra Georgíu á Íslandi er með í för og stendur til að opna ræðismannaskrifstofu hér á landi á morgun. „Meginmarkmið heimsóknar okkar er að efla samband milli landanna tveggja. Þótt löndin séu aðskilin landfræðilega hvort í sínum hluta Evrópu, þá eigum við margt sameiginlegt hvað hagsmuni varðar,“ segir Nikoloz Samkharadze, formaður utanríkismálanefndar georgíska þingsins. Hann segir að um sögulega heimsókn sé að ræða en annað markmið með heimsókninni er að ræða aðild Georgíu að Nato. „Við höfum ætíð fundið fyrir stuðningi Íslands við sjálfstæði og landamærahelgi Georgíu og við vonum að Ísland styðji umsókn okkar um aðild að NATO,“ segir hann. Þá sé innganga Georgíu í NATO sérstaklega mikilvæg á þessum tímapunkti í ljósi stríðsins í Úkraínu. Georgíumenn hafa einnig reynslu af innrásarhernum en Rússar réðust inn í Georgíu árið 2008. „Við stöndum þétt með Úkraínu og skiljum og finnum fyrir þjáningum þeirra og sorg,“ segir Nikoloz og bætir við að Georgía hafi verið hvað fremst í flokki hvað varðar stuðning til Úkraínu. Hann segir að með aðild að NATO gæti Georgía aðstoðað önnur ríki við að bregðast við þeim brögðum sem Rússar eru þekktir fyrir að beita. Engan tíma megi nú missa þar sem ljóst er að Rússar muni ekki virða lög eða reglur alþjóðasamfélagsins. „Komist Rússar upp með þetta eins og þeir gerðu árið 2008, þegar þeir lögðu undir sig hluta af Georgíu, mun það grafa undan öryggi gervallrar Evrópu. Þá gæti Georgía aftur orðið skotmark Rússa í hernaðarstefnu sinni og yfirgangi. Því er mjög mikilvægt að NATO og Vesturlönd standi saman gegn þessum yfirgangi,“ segir hann.
Georgía Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Zelensky segir Rússa ráðast á önnur nágrannaríki falli Úkraína Þúsundir manna hafa fallið og um milljón manns hafa flúið land frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir viku. Blóðugir bardagar eru í Mariupol sem sætt hefur stanslausum loftárásum sólarhringum saman og hafnarborgin Kherson er fallin. 3. mars 2022 19:21