Hækkum þjónustustigið og tökum aftur forystu í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir, Guðlaugur Kristmundsson og Rakel Steinberg Sölvadóttir skrifa 2. maí 2022 09:00 Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Rakel Steinberg Sölvadóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Garðabær Guðlaugur Kristmundsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ taka forystu á ný í leikskólamálum og vera leiðandi í umhverfisvænum áherslum og grænni fjármálastjórn. Við viljum einnig vanda betur til verka og beita faglegri stjórnun fjàrmagns með því að fylgja alltaf lögum um opinber innkaup þegar það á við og fara vel með fjármuni þegar kemur að innkaupum á vöru og þjónustu. Fjárhagslega svigrúmið Gott skuldahlutfall og hátt sjóðstreymishlutfall er ekkert til að hrósa sér fyrir þegar uppbygging innviða hefur brugðist. Ánægja með þjónustu við íbúa er í sögulegu lágmarki í þjónustuþáttum sem skipta íbúa hvað mestu máli eins og raunin er með skort á leikskólaplássum og þjónustu við fatlað fólk. Lágt skuldahlutfall er mælikvarði sem segir okkur lítið þegar skuldin í innviða byggingunni er há. Í Garðabæ stöndum við frammi fyrir stórum og krefjandi verkefnum á næsta kjörtímabili alveg sama hvar stigið er niður fæti. Í skólamálum, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum, hvort heldur sem snýr að almenningssamgöngum eða öruggum ferðamöguleikum gangandi og hjólandi. Því skiptir máli að hafa góða yfirsýn, geta horft til framtíðar með velferð fólksins okkar að leiðarljósi. Þannig sköpum við samfélag fyrir okkur öll. Framtíðin og frjálslyndið í Garðabæ Við þurfum að hafa kjark og þor til þess að rýna til gagns og taka àkvarðanir byggðar á veruleika þess Garðabæjar sem nú er en ekki þess Garðabæjar sem einu sinni var. Sá tími er liðinn. Fjölbreyttari Garðabær er tekinn við. Fjölbreytt íbúasamsetning kallar einfaldlega ekki bara á víðari sýn, heldur frjálslyndari sýnar og vandaðri vinnubragða. Vanda þarf til verka og setja sig í spor íbúa og horfa til þess að í samfélagi fjölbreytileikans þarf að taka mið af ólíkum þörfum. Við í Viðreisn stöndum með fjölbreytileikanum með frjálslyndið að leiðarljósi því við viljum sanngjarnt samfélag fyrir okkur öll. Við gerum okkur grein fyrir því að fjölbreytileika þarf að mæta með fjölbreyttri þjónustu. Við þurfum alvöru valfrelsi i leikskólum, grunnskólum og búsetu á sama tíma og við viljum raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl þar sem fjölbreyttar samgöngur er raunverulegt val. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum. Við í Viðreisn viljum gera betur og vanda til verka í þágu allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar í GarðabæGuðlaugur Kristmundsson skipar 2. sæti í á lista Viðreisnar í GarðabæRakel Steinberg Sölvadóttir skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar