Geðlyfjanotkun hjá börnum og íbúum hjúkrunarheimila Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 2. maí 2022 12:46 Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Lyf Börn og uppeldi Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar