Af aldursfordómum og mannfyrirlitningu á HVEST Halldór Jónsson skrifar 2. maí 2022 14:00 Það hefur án efa ekki verið auðvelt og því síður einfalt að starfa við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðustu áratugina. Heilbrigðisstörf eru öll mjög krefjandi, umhverfið þar vestra hefur um margt verið snúið og ekki síst var rekstur stofnunarinnar slíkur að fréttir af hatrömmum átökum milli einstakra starfsmanna og stjórnenda töldust ekki til stórtíðinda. Starfsmannavelta var því nokkur og á stundum mjög erfitt að manna sumar stöður. Þrátt fyrir þetta ástand hefur stofnunin búið við það ríkidæmi að þar finnast starfsmenn með áratuga starfsferil að baki, sem stóðu þétt að baki stofnuninni og samfélaginu við þessar erfiðu og mjög krefjandi aðstæður. Undanfarin ár hafa ekki borist margar neikvæðar fréttir af stofnuninni. Raunar frekar hið gagnstæða. Á heimasíðu stofnunarinnar má enda finna hverja áætlunina á fætur annarri, sem tryggja eiga allt það besta í rekstri og umfram allt í mannlegum samskiptum. Tökum nokkur dæmi úr þeim plöggum: „Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er annt um líðan og ánægju starfsfólks og vill tryggja gott, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem ýtir undir velferð starfsmanna“ segir á einum stað. „Þegar starfslok nálgast vegna aldurs er leitast við að verða við beiðnum sem kunna að auðvelda þær breytingar s.s. lækkað starfshlutfall“ segir á öðrum. „Hvatt er til samtals um málefni vinnustaðarins og heiðarlegri endurgjöf frá starfsmönnum fagnað“ segir á þeim þriðja. Síðast en ekki síst er þetta: „Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta“ Stefna stofnunarinnar er í heildina römmuð inn í þessum fallegu orðum: „Virðing – jákvæðni – samvinna – traust“ En hver er svo raunin. Eru það þessi fallegu orð sem nú ráða ríkjum innan stofnunarinnar eða eru þau fallegar umbúðir um eitthvað allt annað og verra umhverfi? Því er þetta rifjað upp hér að á dögunum bárust mér fréttir af máli starfsmanns sem staðfestir hið verra. Þar er um að ræða rúmlega 67 ára gamlan læknaritara með rúmlega 32ja ára starfsferil við stofnunina. Starfsmann sem hafði nýlega undirbúið starfslok sín vegna aldurs með lækkun starfshlutfalls. Starfsmann sem staðið hefur með sinni stofnun í gegnum þykkt og þunnt alla tíð, oft við mjög erfiðar aðstæður eins og fyrr er nefnt. Að loknum stuttum fundum með mannauðsstjóra, sem jafnframt er yfirmaður læknaritara, er starfsmanninum gert að yfirgefa stofnunina umsvifalaust. Í byrjun vinnudags er starfsmanni með rúmlega 32ja ára starfsaldur vísað á dyr, öllum aðgangi að upplýsingakerfum stofnunarinnar lokað og ekki gefið færi á því að kveðja sitt nánasta samstarfsfólk. Slík harðneskjuleg vinnubrögð yfirmanns með samþykki forstjóra benda til alvarlegs brots umrædds starfsmanns í starfi sínu. En er það svo? Hverjar voru svo þær ávirðingar? Jú, honum var gefið að sök og vera orðinn gleyminn og hafa tapað heyrn. Enginn hafði nokkru sinni nefnt þessa galla við starfsmanninn sjálfan. Um síðir voru svo nefndar tvær smávægilegar villur við skráningu sem fyrir löngu höfðu verið afgreiddar og engum dottið í hug að gera þær að frekara umræðuefni. Forstjórinn bætti svo um betur með því að láta í veðri vaka að kvartanir hefðu borist vegna starfsmannsins „ úr ýmsum áttum“ án þess að geta útskýrt það frekar. Þegar trúnaðarmaður og verkalýðsfélag starfsmannsins höfðu afskipti af málinu var hins vegar starfsmanninum boðið að færast í annað starf. Því hafnaði starfsmaðurinn að sjálfsögðu því honum hafði jú verið vísað heim sem gleyminn, heyrnardaufur og gjarn á mistök í starfi. Sem stendur reyna nú stjórnendur stofnunarinnar að kaupa sig frá málinu með gerð starfslokasamnings við starfsmanninn án viðurkenningar á því að lítilsvirt hann og brotið á rétti hans. Skattgreiðendur eiga að bæta fyrir mistökin. Ábyrgð stjórnenda á eigin gjörðum á engin að verða. Ríflega 32ja ára reynslu er kastað á glæ og hún einskis metin. Af viðbrögðum og vinnubrögðum í þessu máli bendir margt til þess að lítið hafi í raun lagast í stjórnunarháttum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Það er ákaflega dapurlegt. Fallegt orðskrúð, margorðar stefnur, litríkar umbúðir og skjall nær ekki að breiða yfir staðreyndir þessa máls. Heima situr starfsmaðurinn, sem undirbúið hafði væntanleg starfslok vegna aldurs og hugðist enda starfsferil sinn eins og allir vilja, með fullri reisn. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sviptur starfinu, vísað af vinnustaðnum, lokað á samskipti við vinnufélaga og stofnunin sem hann hafði staðið með í gegnum þykkt og þunnt hefur brugðist honum. Starfsmanninum hefur ekki verið sýnd nein virðing, ekki jákvæðni, engin samvinna og traustið er horfið. Hvernig skyldi öðrum starfsmönnum stofnunarinnar á svipuðu reki líða eftir þessi skilaboð? Forstjórinn og mannauðsstjórinn brosa framan í heiminn og veifa áfram litríkum marklausum stefnum og plöggum. Mannfyrirlitningu og aldursfordóma geta þau hins vegar aldrei falið. Höfundur er verkefnastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Vinnumarkaður Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Það hefur án efa ekki verið auðvelt og því síður einfalt að starfa við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða síðustu áratugina. Heilbrigðisstörf eru öll mjög krefjandi, umhverfið þar vestra hefur um margt verið snúið og ekki síst var rekstur stofnunarinnar slíkur að fréttir af hatrömmum átökum milli einstakra starfsmanna og stjórnenda töldust ekki til stórtíðinda. Starfsmannavelta var því nokkur og á stundum mjög erfitt að manna sumar stöður. Þrátt fyrir þetta ástand hefur stofnunin búið við það ríkidæmi að þar finnast starfsmenn með áratuga starfsferil að baki, sem stóðu þétt að baki stofnuninni og samfélaginu við þessar erfiðu og mjög krefjandi aðstæður. Undanfarin ár hafa ekki borist margar neikvæðar fréttir af stofnuninni. Raunar frekar hið gagnstæða. Á heimasíðu stofnunarinnar má enda finna hverja áætlunina á fætur annarri, sem tryggja eiga allt það besta í rekstri og umfram allt í mannlegum samskiptum. Tökum nokkur dæmi úr þeim plöggum: „Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er annt um líðan og ánægju starfsfólks og vill tryggja gott, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi sem ýtir undir velferð starfsmanna“ segir á einum stað. „Þegar starfslok nálgast vegna aldurs er leitast við að verða við beiðnum sem kunna að auðvelda þær breytingar s.s. lækkað starfshlutfall“ segir á öðrum. „Hvatt er til samtals um málefni vinnustaðarins og heiðarlegri endurgjöf frá starfsmönnum fagnað“ segir á þeim þriðja. Síðast en ekki síst er þetta: „Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er lögð áhersla á að allt starfsfólk sé metið að verðleikum og njóti jafnra tækifæra á vinnustaðnum. Starfsfólki er ekki mismunað á grundvelli kyns, kynþáttar eða þjóðernis, kynhneigðar, aldurs, trúar, fötlunar, skoðana eða annarra þátta“ Stefna stofnunarinnar er í heildina römmuð inn í þessum fallegu orðum: „Virðing – jákvæðni – samvinna – traust“ En hver er svo raunin. Eru það þessi fallegu orð sem nú ráða ríkjum innan stofnunarinnar eða eru þau fallegar umbúðir um eitthvað allt annað og verra umhverfi? Því er þetta rifjað upp hér að á dögunum bárust mér fréttir af máli starfsmanns sem staðfestir hið verra. Þar er um að ræða rúmlega 67 ára gamlan læknaritara með rúmlega 32ja ára starfsferil við stofnunina. Starfsmann sem hafði nýlega undirbúið starfslok sín vegna aldurs með lækkun starfshlutfalls. Starfsmann sem staðið hefur með sinni stofnun í gegnum þykkt og þunnt alla tíð, oft við mjög erfiðar aðstæður eins og fyrr er nefnt. Að loknum stuttum fundum með mannauðsstjóra, sem jafnframt er yfirmaður læknaritara, er starfsmanninum gert að yfirgefa stofnunina umsvifalaust. Í byrjun vinnudags er starfsmanni með rúmlega 32ja ára starfsaldur vísað á dyr, öllum aðgangi að upplýsingakerfum stofnunarinnar lokað og ekki gefið færi á því að kveðja sitt nánasta samstarfsfólk. Slík harðneskjuleg vinnubrögð yfirmanns með samþykki forstjóra benda til alvarlegs brots umrædds starfsmanns í starfi sínu. En er það svo? Hverjar voru svo þær ávirðingar? Jú, honum var gefið að sök og vera orðinn gleyminn og hafa tapað heyrn. Enginn hafði nokkru sinni nefnt þessa galla við starfsmanninn sjálfan. Um síðir voru svo nefndar tvær smávægilegar villur við skráningu sem fyrir löngu höfðu verið afgreiddar og engum dottið í hug að gera þær að frekara umræðuefni. Forstjórinn bætti svo um betur með því að láta í veðri vaka að kvartanir hefðu borist vegna starfsmannsins „ úr ýmsum áttum“ án þess að geta útskýrt það frekar. Þegar trúnaðarmaður og verkalýðsfélag starfsmannsins höfðu afskipti af málinu var hins vegar starfsmanninum boðið að færast í annað starf. Því hafnaði starfsmaðurinn að sjálfsögðu því honum hafði jú verið vísað heim sem gleyminn, heyrnardaufur og gjarn á mistök í starfi. Sem stendur reyna nú stjórnendur stofnunarinnar að kaupa sig frá málinu með gerð starfslokasamnings við starfsmanninn án viðurkenningar á því að lítilsvirt hann og brotið á rétti hans. Skattgreiðendur eiga að bæta fyrir mistökin. Ábyrgð stjórnenda á eigin gjörðum á engin að verða. Ríflega 32ja ára reynslu er kastað á glæ og hún einskis metin. Af viðbrögðum og vinnubrögðum í þessu máli bendir margt til þess að lítið hafi í raun lagast í stjórnunarháttum hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Það er ákaflega dapurlegt. Fallegt orðskrúð, margorðar stefnur, litríkar umbúðir og skjall nær ekki að breiða yfir staðreyndir þessa máls. Heima situr starfsmaðurinn, sem undirbúið hafði væntanleg starfslok vegna aldurs og hugðist enda starfsferil sinn eins og allir vilja, með fullri reisn. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sviptur starfinu, vísað af vinnustaðnum, lokað á samskipti við vinnufélaga og stofnunin sem hann hafði staðið með í gegnum þykkt og þunnt hefur brugðist honum. Starfsmanninum hefur ekki verið sýnd nein virðing, ekki jákvæðni, engin samvinna og traustið er horfið. Hvernig skyldi öðrum starfsmönnum stofnunarinnar á svipuðu reki líða eftir þessi skilaboð? Forstjórinn og mannauðsstjórinn brosa framan í heiminn og veifa áfram litríkum marklausum stefnum og plöggum. Mannfyrirlitningu og aldursfordóma geta þau hins vegar aldrei falið. Höfundur er verkefnastjóri.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar