Ómanneskjuleg bið fatlaðs fólks í boði meirihlutans Natalie G. Gunnarsdóttir skrifar 3. maí 2022 15:32 Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Flokkur fólksins Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Löng bið eftir að komast í eigin húsnæði tekur á hvern þann sem í hlut á. En löng bið fyrir fatlaðan einstakling með sértækar þarfir getur verið átakanleg. Ekki bara fyrir einstaklinginn sjálfan heldur fjölskyldurnar líka. Nú er sú staða uppi að á annað hundrað einstaklingar bíða eftir húsnæði og hafa beðið í mörg ár. Um er að ræða fólk á öllum aldri og á meðan bið stendur, reiða þessi einstaklingar sig á fjölskyldur sínar og ættingja til aðstoðar. Þessi staða veldur miklu álagi á fjölskyldurnar og einstaklinginn og eru mörg dæmi um að álagið sé svo mikið að foreldrar séu komnir á tímabundna örorku. Þessi bið er algjörlega óboðleg og það þarf að grípa inn í strax! Flokkur Fólksins vill útrýma þessari ómanneskjulegri bið með því að forgansraða fjármunum borgarinnar rétt og setja fólkið í fyrsta sæti. Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að á meðan fjarámunum er dælt í hin ýmsu gæluverkefni á vegum borgarinnar, virðst ekki væri hægt að setja brot af þeim peningum í þennan málaflokk til að bæta líf fólks sem þarf á þessari nauðsynlegu þjónustu að halda. Það eru grunnstoðir samfélagsins sem þarf að styrkja og því ættu hin ýmsu skreytinga- og tilraunaverkefni á vegum borgarinnar að geta beðið á meðan þær eru styrktar. Þetta er einfalt! Það þarf að breyta hugsunarhættinum varðandi okkar viðkvæmustu þjóðfélagsþegna og setja þá og þeirra þarfir í fyrsta sæti. Við erum jafn sterk og okkar veikasti hlekkur í keðjunni, því má ekki gleyma. Í þessum málum þarf að lyfta grettistaki og þar viljum við í Flokki fólksins vera í farabroddi. Reykjavíkurborg er með hæsta útsvarið af sveitarfélögunum og ættu allir borgarbúar að fá njóta afraksturs þess. Flokkur Fólksins vill innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og tryggja að réttindi þeirra séu virt. Það er komin tími til að eyða þessum biðlistum. Það verður ekki gert nema setja fólkið í fyrsta sæti. Flokkur Fólksins vill alvöru jöfnuð á meðal fólks og að láta verkin tala. Í velferðarsamfélgi á það ekki að þurfa vera fjarlægur draumur. Setjum okkar dýrmætasta auð, fólkið, í fyrsta sæti og svo má allt hitt! Höfundur er háskólanemi, stuðningsfulltrúi og skipar 4. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar