Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík? Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 6. maí 2022 09:45 Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Samfylkingin Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, að minnsta kosti ekki frá því ég komst til vits og ára. Það eru þó ótal dæmi um að Framsókn hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur, sem hefur verið umtalsvert, til að berja á borginni. Framsókn hefur ítrekað talað fyrir því að svipta Reykjavík skipulagsvaldi innan marka sveitarfélagsins. Nú síðast leggst innviðaráðherra gegn uppbyggingu hverfis þar sem rúmlega 1.000 íbúðir eiga að rísa.* Fyrir fimm dögum sá sami ráðherra þó ástæðu til að kvarta yfir því að það skorti verulega á lóðir í Reykjavík.** Raunar vill hann að Reykjavík byggi 75% allra íbúða á Íslandi! Formaður Framsóknar sakar Reykjavík um að brjóta samkomulag um flugvöllinn. Fyrir utan að íslenska ríkið tapaði eftirminnilega máli í Hæstarétti*** þá kemur orðrétt fram í samkomulagi ríkisins og borgarinnar „Að norð-austur/suð-vestur flugbrautin verði lögð af og það land sem við það losnar sunnan vallarins verði skipulagt undir blandaða byggð.“ Skýrara verður það ekki. Framsóknarflokkurinn hefur alla tíð staðið vörð um misvægi atkvæða og verið á móti því að Reykvíkingar fái jafnmörg atkvæði og aðrir landsmenn í Alþingiskosningum. Framsóknarflokkurinn viðheldur og styður að Reykvíkingar niðurgreiða rekstur allra annarra sveitarfélaga í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga vegna íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr sjóðnum fyrir utan Reykjavík.**** Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem er Sjálfstæðismaður úr Kópavogi, nefndi í viðtali við RÚV um daginn að það væri langt síðan hann hefði hitt Reykvíking sem væri stoltur af því að búa í Reykjavík. Það er kannski skiljanlegt fyrir mann sem hefur búið í Kópavogi þar til fyrir skemmstu. Ég get a.m.k. sagst vera stoltur Reykvíkingur. Grundvöllur lýðræðisins er að fólk geti kynnt sér stefnur flokka og metið trúverðugleika þeirra út frá fyrri stöfum og því fólki sem er í framboði hverju sinni. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík birti stefnu sína fyrst í fyrradag, níu dögum fyrir kosningar. Allir aðrir flokkar, að meira að segja smáframboðin, sýna borgarbúum þá virðingu að vera með stefnu sem hægt er að kynna sér tímanlega fyrir kosningar. Þetta kæmi mér á óvart ef það rímaði ekki fullkomnlega við raunveruleikann - Framsóknarflokknum er sama um Reykjavík. Mér þykir vænt um borgina mína og finnst hún vera á góðri leið. Ég átta mig alveg á því að það eru ekki allir í Reykjavík sammála stefnu okkar í Samfylkingunni. Það er bara eðlilegt og gott. Við höfum þó skýra framtíðarsýn um hvernig borgin okkar á að vera. Aftur - fólk getur verið sammála þeirri sýn eða ekki. Mér þætti virkilega gaman að fá að taka þátt í að móta borgina okkar á næsta kjörtímabili. Til þess þarf Samfylkingin að fá góða kosningu - 7 fulltrúa inn að lágmarki. Við verðum að gera einhverjar lágmarkskröfur til þeirra flokka sem við kjósum. Ég get skilið fólk sem kýs hina og þessa flokka, án þess að vera sammála þeim. Ég bara fæ ekki skilið hvers vegna í ósköpunum nokkur Reykvíkingur myndi kjósa Framsóknarflokkinn. *https://kjarninn.is/frettir/sigurdur-ingi-leggst-gegn-uppbyggingu-nys-hverfis-i-skerjafirdi/?fbclid=IwAR2Gic4Q7ULnWnseqZe-VnYbDNIYQFV8y1WrtbC_L3P68Zl-jjRi73hT4So ** https://www.althingi.is/altext/raeda/152/rad20220429T111150.html?fbclid=IwAR1PY8ogzM0c6YmkbwvvWP3O-EvT1Zunk97H0eOFZlcgm-FEPEQApGE9S2o ***https://www.haestirettur.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=fe8350ce-02e6-45bc-8086-5f3192c541cf&fbclid=IwAR3IzyT5rG63HVlfTmLaLF-dLbzRvikPeg08vKH5s_Ysesec2ho_kmQiQNM **** Sjá ítarlega grein Sara Björg Sigurðardóttir hér: https://www.visir.is/g/20222251043d?fbclid=IwAR2Xy63HKLHAa5ku-UibfUUH-rwr99O_VolUJ__aOHO8jN-exyldMTnwpVw Sjá einnig frumvarp Jóhann Páll Jóhannsson um sama mál hér: https://www.althingi.is/altext/152/s/0574.html?fbclid=IwAR0OXuIg_Vwo-ota_Hxo5HwC3hRMx-MVR3abTqoS1Pd4dVvBGaQ0XWYDm-w Höfundur er lögfræðingur og formaður Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun