Hveragerði margbreytileikans 6. maí 2022 10:31 Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hveragerði Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla. Tryggja þarf að Hveragerðisbær sinni lögbundinni þjónustu með fullnægjandi hætti og að frumkvæðisskyldan sé virt, þ.e. að bæjarfélagið hafi frumkvæði að því að bjóða íbúum þá þjónustu sem þeir eiga rétt á og að auðvelt sé að nálgast upplýsingar um þjónustuna. Þar sem er vilji er vegur. Íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn Okkar Hveragerði leggur áherslu á að í boði sé samhæft íþrótta- og frístundastarf fyrir öll börn. Tryggja þarf stuðning í íþrótta- og frístundastarfi og í lengdri viðveru fyrir börn og ungmenni með stuðningsþarfir og þeim er mikilvægt að samfella sé í frístunda- og íþróttastarfi yfir daginn. Okkar Hveragerði vill stefna að því að tengja frístunda- og íþróttastarf með uppbyggingu frístundamiðstöðvar á Grýluvallarsvæðinu þar sem ungir sem aldnir, óháð færni og getu, fái aðstöðu og þjónustu til frístundastarfs. Uppbygging samræmds íþrótta- og tómstundastarfs á sama stað stuðlar að því að slíkt starf sé aðgengilegra fyrir einstaklinga með stuðningsþarfir. Skólar margbreytileikans Okkar Hveragerði telur mikilvægt að skólarnir okkar séu skólar margbreytileikans. Auka þarf stöðugildi í grunn- og leikskólum sem styðja við margbreytileikann og koma þarf á fót nemendaverndarráði við leikskóla bæjarins, líkt og starfrækt er nú þegar við grunnskólann. Slíkt ráð felur í sér vettvang fyrir samræmingu þjónustu fyrir börn með stuðningsþarfir fyrir þá aðila sem að veitingu þjónustunnar koma, þ.e. velferðarþjónustuna, leikskólann og heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að virkt samstarf sé til staðar á milli þessara aðila svo hægt sé að veita börnum á leikskólastigi með stuðningsþarfir samræmda og heildræna þjónustu. Húsnæðismál Hveragerði er samfélag þar sem allir eiga að geta fundið húsnæði við sitt hæfi. Okkar Hveragerði telur nauðsynlegt að tryggja fjölbreytt félagslegt leiguhúsnæði í eigu Hveragerðisbæjar fyrir fólk með fatlanir svo það geti búið sjálfstætt með þeim stuðningi og aðbúnaði sem til þarf. Okkar Hveragerði vill jafnframt leita lausna varðandi fjölbreytt búsetuúrræði þar sem eldri borgarar og einstaklingar með fatlanir hafa kost á sjálfstæðri búsetu, búsetu í íbúðakjörnum með þjónustumiðstöð og góðri stuðningsþjónustu. Atvinnumál Okkar Hveragerði leggur áherslu á að auka fjölbreytta atvinnumöguleika fyrir fólk á öllum aldri og með ólíka færni og menntun. Tryggja þarf að einstaklingar með fatlanir fái viðunandi stuðning til að starfa á fjölbreyttum vettvangi, en skort hefur á að til staðar séu næg tækifæri í Hveragerði fyrir fatlað fólk í störfum með stuðningi. Tryggja þarf öfluga upplýsingagjöf til fólks með fatlanir á þessu sviði og leitast við að virkja það til atvinnuþátttöku eins og kostur er. Virkjum raddir fatlaðs fólks Mikilvægt er að fólk með fatlanir, börn og fullorðnir, sem og aðstandendur þeirra, séu virkir þátttakendur í þeirri þjónustu sem fötluðu fólki er veitt. Samhliða einstaklingsmiðuðu samráði við veitingu þjónustu til fatlaðs fólks er nauðsynlegt að virkja breiðari vettvang þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til að láta raddir sínar heyrast. Samráð við þennan hóp er nauðsynlegt til þess að veita fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. Í því tilliti er áríðandi að í bænum okkar sé starfrækt fötlunarráð með virkum hætti, eins og lögbundin skylda ber til, sem heldur röddum fatlaðs fólks á lofti í okkar stækkandi bæjarfélagi. Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir, 3. sæti á lista Okkar Hveragerðis.Sigríður Hauksdóttir, 6. sæti á lista Okkar Hveragerðis.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar