Píratar vilja stimpla fyrir auð atkvæði í kjörklefann Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2022 10:33 Indriði bendir á að kosningar geti ekki verið neitt „sirka“ og hann hefði haldið að Landskjörstjórn vildi hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. vísir/vilhelm/aðsend Kosningaeftirlit Pírata hefur að gefnu tilefni óskað eftir því við Landskjörstjórn að teknir verði í gagnið stimplar fyrir þá sem vilja skila auðu. Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Að ýmsu er að huga vegna kosninga en uppleggið er að þær séu leynilegar. Eins og Vísir greindi frá á í byrjun viku benti glöggur kjósandi á að hljóðið í stimplunum geti hæglega komið upp um hvernig kjósendur nýta sinn atkvæðarétt. Meira mál en gæti virst í fyrstu Kjósendur stimpla tiltekinn staf á kjörseðil sinn – listabókstaf þess framboðs sem viðkomandi vill styðja. Við það myndast hljóð. Ef hins vegar kjósandi ákveður að skila auðu, þá myndast ekkert hljóð og þá má þeim sem fyrir utan kjörklefann eru ljóst vera hvernig viðkomandi kjósandi nýtti sinn atkvæðisrétt. Til þess þarf engan Sherlock Holmes. Indriði Ingi Stefánsson er verkefnisstjóri kosningaeftirlits Pírata og í kjölfar fréttar Vísis hefur hann óskað eftir því við Landskjörstjórn að við þessum vanda verði brugðist. Og lausnin getur reynst einföld. „Í kjölfar fréttar Vísis óskaði ég eftir því við Landskjörstjórn að settir verði auðir stimplar í kjörklefana,“ segir Indriði í samtali við Vísi. Indriði segir reyndar, miðað við fyrri samskipti sín við Landskjörstjórn, að hann sé ekki bjartsýnn á að við þessu verði brugðist fyrir þessar kosningar, en kannski þær næstu. Í fljótu bragði virðist hér um að ræða tittlingaskít en ef að er gáð gæti þetta hæglega reynst skoðanamyndandi. „Já, kjósandinn gæti fundið sig knúinn til að nota stimpilinn. Og þá ertu kannski farinn að velja eitthvað sem þú vilt ekki velja.“ Indriði segir að kosningar geti ekki verið neitt … sirka. „Ef ekki er farið eftir gefinni forskrift er erfitt að hafa traust á ferlinu.“ Klúður í framsetningu getur reynst skoðanamyndandi Indriði hefur staðið í stappi við Landskjörstjórn um reglugerð sem hann segir kveða á um að framboðslistar hangi uppi við á áberandi stað á kjörstað en á því hefur verið misbrestur. Bæði í framkvæmd og framsetningu. Sem megi þá jafnvel meta sem svo að verið sé að gera upp á milli framboða. Indriði segir að Landskjörstjórn hafi móast við þeim ábendingum og hengt sig í orðalagið „alla jafna“. Þetta þykir Indriða skjóta skökku við því hann hefði talið að menn vildu hafa þetta í lagi eftir kosningaklúðrið í Norðvesturkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. „Já, ég upplifði það þannig að þau væru að skjóta sér undan skyldu sinni. En þetta er skýrt. Landskjörstjórn á að útbúa kjörgögn. Það sem þeir virðast hafa gert er að taka beint frá sveitafélögunum listana eins og þeir voru auglýstir og nánast ekkert gert með þá.“ Framboðslistana hefði að mati Indriða þurft að uppfæra, setja þá fram óbrotna milli blaðsíðna í stafrófsröð og hafa aðgengilega á kjörstað.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Píratar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira