Hvers vegna pólitískur sveitarstjóri? Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson og Sandra Sif Úlfarsdóttir skrifa 9. maí 2022 15:01 D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun