Hvers vegna pólitískur sveitarstjóri? Árný Hrund Svavarsdóttir, Sigríður Karólína Viðarsdóttir, Elvar Eyvindsson og Sandra Sif Úlfarsdóttir skrifa 9. maí 2022 15:01 D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing eystra Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Sjá meira
D- listi Sjálfstæðismanna og annarra lýðræðissinna í Rangárþingi eystra býður fram öflugan lista í sveitarstjórnakosningunum sem fram fara laugardaginn 14. maí nk. Listinn er skipaður úrvals fólki í öllum sætum og hópurinn er kraftmikill og samhentur. Í fyrsta sæti er Anton Kári Halldórsson og er hann jafnframt sveitarstjóraefni okkar. Anton Kári er núverandi oddviti og gegndi embætti sveitarstjóra á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þá hefur hann starfað sem skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings eystra og Skaftárhrepps og gegnir nú stöðu deildarstjóra skipulags- og byggingardeildar Árborgar á Selfossi. Hann hefur sýnt það með verkum sínum að honum er fyllilega treystandi til starfsins og teljum við sérstakan kost að auki, að hann hefur yfirburða þekkingu á skipulagsmálum, sem eru fyrirferðarmikil, flókin og afskaplega mikilvæg. Hann á gott með að vinna með fólki og getur laðað fram samtal og samstarf og kann að leiða mál til niðurstöðu innan hæfilegs tímaramma. Anton Kári er því sveitarstjóraefni sem við teflum fram með stolti og erum fullviss um hæfi hans í embættið samfélaginu okkar til heilla. Ýmsir hafa á því skoðun hvort sveitarstjórinn eigi að koma af pólitískum lista eða hvort hann skuli ráðinn á ,,faglegan” hátt og að hann sé þá ,,ópólitískur”. Við viljum skýra okkar afstöðu að þessu leyti hér. Fyrst ber að nefna að við teljum ekki að það eigi að vera lögmál að sveitarstjóri sé jafnframt frambjóðandi og fer það eftir aðstæðum hverju sinni. Það er, ef listi hefur ekki á að skipa einstaklingi sem vill, eða hefur nægilegt traust framboðsins, eða hefur aðstöðu til að vera sveitarstjóri, þá á að sjálfsögðu ekki að bjóða slíkt fram. Við það er ekki neitt að athuga og er þá staðan auglýst og ráðið í hana á venjulegan hátt. Þetta hefur oft gefist ágætlega þó að það slitni reyndar nokkuð oft upp úr þessum samböndum, ef sagan er skoðuð. Ef sveitarstjóraefni er hins vegar til staðar að allra mati og að bestu manna yfirsýn þá teljum við að því fylgi nokkrir kostir sem við viljum nefna. Í fyrsta lagi má segja að þegar talað er um ópólitískan sveitarstjóra þá er svolítið óljóst við hvað er átt því að sá sveitarstjóri sem er ráðinn ,,utan úr bæ” hlýtur alltaf að verða pólitískur á þann hátt að hann verður að fylgja málefnum sinna umbjóðenda eftir. Vandséð er að hann geti gengið langt í andstöðu gegn hinum pólitíska meirihluta sem hann er ráðinn til að vinna fyrir. Sveitarstjóri verður oft til svars fyrir hönd hins pólitíska meirihluta og verður að hafa sannfæringu fyrir því sem hann segir og gerir. Okkar niðurstaða er því sú að sveitarstjóri verður alltaf pólitískur fyrir sinn meirihluta. Í öðru lagi teljum við að það sé kostur að sá sem ráðinn verður sveitarstjóri hafi sjálfur haft veg og vanda að undirbúningi áherslumála, hafi unnið með og treysti hópnum sem hann kemur til með að vinna með og treysta á. Með þessu er lang líklegast að hann brenni fyrir málefnum framboðsins og muni leggja sjálfan sig að veði til að ná þeim fram. Í þriðja lagi er auðveldara fyrir sveitarstjóra sem kemur úr hinum pólitíska bakgrunni að hafa áhrif á stefnuna og framkvæmdina þegar bregðast þarf við aðsteðjandi málum og hann er sjálfur pólitískur forystumaður. Síðast en ekki síst má benda á að sveitarstjóri sem kemur af lista sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að gera hann að slíkum, hefur verið kosinn af fólkinu. Það hefur legið fyrir allan tímann að þetta standi til og hefur hann því í öflugt umboð og öflugt lýðræðislegt bakland. Aðstæður á síðasta kjörtímabili voru þannig að stöðu sveitarstjóra var skipt á milli framboðanna sem að meirihlutanum stóðu. Það er fyrirkomulag sem við teljum ekki að geti gengið áfram og vonumst við eftir því að kjósendur treysti okkur fyrir hreinum meirihluta. Þannig teljum við að stjórnun sveitarfélagsins verði best og þannig verður ábyrgðin líka mest. Valdið er hjá ykkur íbúum Rangárþings eystra, við tryggjum ekki eftir á. Við hvetjum alla til að kynna sér stefnumálin okkar á heimasíðu framboðsins www.xdrang.is og á facebook síðunni. Áfram Rangárþing eystra! Árný Hrund Svavarsdóttir 2. sæti D- listans Sigríður Karólína Viðarsdóttir 3. sæti D-listans Elvar Eyvindsson 4. sæti D-listans Sandra Sif Úlfarsdóttir 5. sæti D-listans
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun