Vaktin: Selenskí segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Smári Jökull Jónsson og Eiður Þór Árnason skrifa 12. maí 2022 06:46 Íbúar Donetsk sjást hér fylla á vatnsbirgðir sínar. Vísir/AP Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að eftir innrás Rússa í Úkraínu og samkomulag þeirra við Kína sé Rússland helsta ógnin sem heimurinn stendur frammi fyrir um þessar mundir. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir hernaðarlegan ósigur Rússa augljósan fyrir alla en að Rússa skorti hugrekki til að viðurkenna hann. Bandaríkjamenn hafa heitið stuðningi við aðildarumsókn Finna að NATO, sem staðfest var í morgun, sem og mögulega umsókn Svía en gert er ráð fyrir að þeir feti í fótspor nágranna sinna og tilkynni umsókn sína strax eftir helgi. Varaforstjóri Unicef sagði á fundi með Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna að tæplega 100 börn hafi látist í Úkraínu í apríl. Sú ákvörðun ráðamanna í Finnlandi að sækja um tafarlausa aðild að Atlantshafsbandalaginu hefur leitt til mikillar reiði í Rússlandi. Talsmaður Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, hefur sagt aðild Finna að NATO vera ógn gagnvart Rússlandi. Dmitry Peskov sagði ákvörðunina ekki gera heiminn stöðugri og að Rússar yrðu að bregðast við. Vitali Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, hefur varað þá íbúa sem hafa flúið við því að snúa aftur. Eins og sakir standa sé ekki hægt að tryggja öryggi borgara. Það að rússneskar hersveitir hafi hörfað frá Kharkív er í raun viðurkenning á því að Rússar hafi ekki haft getu til að að ná lykilborgum í Úkraínu þar sem þeir gerðu ráð fyrir takmarkaðri mótspyrnu íbúa, segir breska varnarmálaráðuneytið. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið út skýrslu um áróðursmaskínu Rússa og sakað þá um að nota aðild sína að alþjóðlegum stofnunum til að dreifa falsupplýsingum og reyna að réttlæta aðgerðir sínar í Úkraínu. Þá ítrekar ráðuneytið að Rússar séu þekktir fyrir að saka aðra um einmitt þau brot sem þeir sjálfir hafa framið eða hyggjast fremja. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira