Vinstri græn í Hafnarfirði hvetja fólk til að „setja X við D“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2022 10:32 Auglýsingin birtist á Facebook-síðu VG í nótt. Kosningastjóri flokksins segir að svona mistök gerist þegar verkefnum er útvistað. Vísir „Göngum lengra í Hafnarfirði. Setjum X við D!“ Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Svona hljómar auglýsing sem Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett í dreifingu á Facebook. Raunar er um þrjár svona auglýsingar að ræða, sem VG hefur kostað á Facebook. Af Facebook að dæma eyddi VG um sjö þúsund krónum í auglýsingarnar á meðan þær voru í dreifingu á miðlinum. Málið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum, enda aðeins þrír dagar í sveitarstjórnarkosningar og heldur óeðlilegt að flokkar hvetji kjósendur til að gefa öðrum flokkum atkvæði sitt. Hér má sjá hversu miklu VG eyddi í hverja auglýsingu. Í fyrstu eyddi flokkurinn innan við þúsund krónum, við næstu 1.500 til 2.000 krónum og í þá þriðju 3.500 til 4.000 krónum.Skjáskot „Það er svona þegar maður útvistar verkefnum, maður er með verktaka í vinnu hjá sér og verktakinn er orðinn þreyttur. Ég veit ekki hvort hann sé að vinna fyrir einhverja fleiri líka. Við settum þetta inn klukkan hálf eitt í nótt eða eitthvað og þarna hefur einhverju slegið saman,“ segir Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, miðlægur kosningastjóri VG, hlæjandi í samtali við fréttastofu. „Ég hef verið að velta því upp hvort þetta hafi verið eitthvað Eurovision-rugl, því þar eru reglurnar að þú megir ekki kjósa sjálfan þig. En þetta er svona þegar maður útvistar verkefnum og það misfórst,“ segir Gústav. „Ég hef bara gaman af þessu“ Búið er að leiðrétta auglýsingarnar og Gústav segir þetta merki um að hið opinbera ætti ekki að útvista verkefnum og við ættum að draga úr einkavæðingu. „Við hvetjum fólk til að setja X við V, allan daginn! Hafnfirðingarnir okkar vilja gjarnan fella meirihlutann og koma á vinstri áherslum í Hafnarfirði.“ „Mér finnst mjög eðlilegt að setja X við D þar sem ég heiti Davíð,“ segir Davíð Arnar Stefánsson, oddviti framboðslista VG í Hafnarfirði, þegar fréttastofa nær af honum tali. „Það er bara bullandi stemning og kosningabarátta langt fram á nótt og auðvitað verðum við öll sósuð í þessu, líka birtingarhús sem eru væntanlega að þjónusta hvern flokkinn á fætur öðrum. Þarna hefur bara orðið skemmtileg villa, ég hef bara gaman af þessu.“ „Heiðarlegasta sem ég hef séð frá VG í langan tíma“ Málið hefur eins og áður segir vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum og einhverjir netverjar setja auglýsinguna þá heiðarlegustu sem VG hafi frá sér gefið í langan tíma. Þetta er nú það heiðarlegasta sem ég hef séð frá Vg í langan tíma. Atkvæði greitt V er atkvæði greitt D. https://t.co/B91cPYVu4z— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) May 12, 2022 VG alla vega farið að horfast í augu við sannleikann! https://t.co/nmuv7LFLTq— 🇺🇦 Lovísa Jónsdóttir 🇺🇦 (@LovisaJons) May 12, 2022 https://t.co/OV5kDiWVO1 pic.twitter.com/AW5yKPUw9W— Stefán Pettersson (@Stebbipett) May 12, 2022 https://t.co/sAedJwUyGP pic.twitter.com/2iAdlw9fvJ— Sigurður Ingi Ricardo (@Ziggi92) May 12, 2022
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira