Framsókn í uppbyggingu íbúða í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. maí 2022 21:46 Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun