Embiid gagnrýndi Harden: „Fengum ekki Houston Harden“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2022 13:31 Joel Embiid og James Harden áttu að mynda eitt besta tvíeyki NBA-deildarinnar. Það rættist allavega ekki í vetur. getty/Tim Nwachukwu Joel Embiid talaði ekki undir rós eftir að Philadelphia 76ers féll úr leik í undanúrslitum Austurdeildar NBA og gagnrýndi samherja sinn, James Harden. Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Sixers fékk Harden í staðinn fyrir Ben Simmons og vonaðist til að það yrði til þess að liðið kæmist loksins í úrslit Austurdeildarinnar. Sú varð ekki raunin því Sixers tapaði fyrir Miami Heat, 4-2, í undanúrslitunum. Miami vann sjötta leik liðanna í nótt, 90-99. Harden gerði lítið í leiknum, tók bara níu skot, þar af aðeins tvö í seinni hálfleik. Hann endaði með ellefu stig, fjögur fráköst og níu stoðsendingar. Embiid var ekki sáttur með framlag Hardens í leiknum, sé síðan hann kom til Sixers. „Síðan við fengum hann bjuggust allir við að við fengjum að sjá Houston James Harden. En hann er ekki þannig lengur. Hann er meiri leikstjórnandi. Mér fannst eins og hann, og við allir, hefðum getað verið ágengari. Allir okkar, hvort sem það voru Tyrese [Maxey], Tobias [Harris] eða strákarnir sem komu af bekknum,“ sagði Embiid. Kamerúnski miðherjinn átti alls ekki góðan leik í nótt, skoraði aðeins tuttugu stig og klikkaði á sautján af 24 skotum sínum. Hann viðurkenndi að Miami hefði verðskuldað að vinna einvígið. „Allir verða að gera betur. Þetta snýst ekki bara um mig eða Harden. Þegar litið er á allan leikmannahópinn er ástæða fyrir því að við töpuðum fyrir Miami. Við vorum ekki nógu góðir og allir verða að bæta sig,“ sagði Embiid og bætti við að Sixers þyrfti fleiri harðhausa og nefndi sem dæmi PJ Tucker, leikmann Miami. Í deildarkeppninni var Embiid með 30,6 stig, 11,7 fráköst og 4,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni lækkuðu tölurnar hressilega þótt meiðsli hafi vissulega sitt strik í reikning Kamerúnans. Í níu leikjum í úrslitakeppninni var Embiid með 24 stig, 10,6 fráköst og 2,1 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira