Mun skoða hvort æskilegt sé að virkja í friðlandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. maí 2022 11:57 Guðlaugur Þór segir ljóst að ekki sé í boði að skilja nokkurn landshluta eftir þegar kemur að orkuskiptum. vísir/arnar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra útilokar ekki að hann muni breyta friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði til að hægt verði að virkja þar. Hugmyndin er eitur í beinum sumra þingmanna Vinstri grænna. Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór. Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Starfshópur um raforkumál á Vestfjörðum skilaði skýrslu til ráðherra með tillögum sínum um það hvernig hægt væri að auka framboð raforku í landshlutanum sem fyrst. Samkvæmt tillögum hópsins verður að virkja meira fyrir vestan. Guðlaugur Þór Þórðarson orkumálaráðherra segist ætla að byggja á töllögum hópsins. „Að sjálfsögðu - til þess er leikurinn gerður,“ segir hann. Hann er þannig sammála hópnum um þörfina fyrir virkjun. „Það liggur alveg fyrir að það þurfi að virkja eitthvað fyrir vestan. Hins vegar eru nokkrir valkostir eins og eru dregnir fram í skýrslunni og það eru líka fleiri hugmyndir en koma fram þar,“ segir Guðlaugur. Á meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að ráðherrann ráðist í það verkefni að skoða hvort hann geti breytt friðlýsingarskilmálum í Vatnsfirði svo hægt yrði að virkja þar. En hvernig lýst honum á það? „Við skoðum auðvitað alla möguleika. Það liggur alveg fyrir.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu væri virkjun í friðlandinu eitur í beinum margra þingmanna Vinstri grænna. Umhverfisvernd eða orkuskipti? En samspilið milli hinna umhverfisvænu orkuskipta og náttúruverndar er afar flókið. Í Súðavík mun stærsta kalkþörungaverksmiðja landsins taka til starfa eftir tvö ár og vegna orkuskorts þar mun hún keyra starfsemi sína á gasi þar til bætt verður úr orkumálunum. Þetta segir Guðlaugur bagalegt. „Ef að þú segir við mig að við séum að fara að stofna eitthvað sem að keyrir á jarðefnaeldsneyti.. Ég veit ekki hvaða orðalag ég á að nota. Það fer fyrir hjartað á mér. Mér líður mjög illa með það,“ segir Guðlaugur. Uppbyggingin á Vestfjörðum er mikil og ef ráðast á í orkuskipti liggur fyrir að tryggja verði auka 80 megavött í landshlutanum fyrir árið 2030. Guðlaugur segir ljóst að það verði að gera ansi mikið til að ná því markmiði. „Það skiptir ekki máli hvort það séu Vestfirðir eða einhver annar staður á landinu. Ef við segjum við hann: „heyrðu þú mátt ekki taka þátt í orkuskiptunum og fá græna orku“ þá erum við bara að segja við viðkomandi landshluta að þeir verði ekki með í lífskjaraþróun nútíðar og framtíðar,“ segir Guðlaugur Þór.
Orkumál Súðavíkurhreppur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira