Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 21:06 Þó Bjarki (t.v) og Sigurður (t.h.) séu fúlir á svip á þessari mynd hafa þeir ekki tapað gleðinni. Facebook/Sigurður Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira