Veldu Viðreisn Árni Stefán Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:45 Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Guðjónsson Viðreisn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Hafnarfirði, vonandi getum við flest ef ekki öll verið sammála um það. Sjálfstæðisflokkurinn hefur enda bent á það í auglýsingum sínum nú fyrir kosningar að 90% Hafnfirðinga séu ánægðir með bæinn sinn. Það er vissulega rétt að 88% Hafnfirðinga eru ánægðir með Hafnarfjörð sem stað til að búa á, líkt og kom fram í Gallupkönnun sem framkvæmd var í loks árs 2021. En í sömu könnun komu einnig fram ýmis sóknarfæri sem vert er að benda á. Vissir þú að aðeins 40% Hafnfirðinga eru ánægðir með skipulagsmál í bænum? Við í Viðreisn viljum einfalda og skerpa á regluverki í skipulagsmálum til þess að flýta fyrir íbúðauppbyggingu. Við viljum t.d. koma á skýrum tímamörkum um hvenær framkvæmdir þurfa að hefjast eftir að lóðum er úthlutað. Við viljum að það deiliskipulag sem er kynnt fyrir og samþykkt af bæjarbúum sé það deiliskipulag sem síðan unnið er eftir, samanber Hraun-Vestur, lóðir hjá gamla skátaheimilinu o.s.frv. Við í Viðreisn tölum fyrir því að unnið sé markvisst að þéttingu byggðar samhliða því sem ný hverfi eru byggð upp og að ný hverfi taki ávallt mið af fjölbreyttu búsetuformi. Vissir þú að aðeins 60% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu sveitarfélagsins við barnafjölskyldur? Við í Viðreisn viljum gera mun betur hér. Við ætlum að efla frístundastyrkinn í Hafnarfirði með því að greiða hann út í einu lagi og lækka aldurstakmörk niður í 4ra ára svo hann nýtist öllum börnum jafnt. Við ætlum að efla leikskólastigið og byrja á því að bæta starfskjör deildarstjóra. Með því ætlum við að laða hæft og vel menntað starfsfólk í þau störf og gera þannig leikskólastarfið enn faglegra. Þannig getum við fjölgað starfsfólki á leikskólum og boðið fjölskyldufólki upp á leikskólavist frá 12 mánaða aldri. Við ætlum að ráða fleiri sérfræðinga inn í grunnskólana til þess að hámarka vellíðan allra, bæði nemenda og starfsmanna. Með því fá þeir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda meiri aðstoð fyrr á sinni skólagöngu og á sama tíma gerir það kennurum kleift að sinna betur þeim fjölbreytta og flotta nemendahópi sem mannar grunnskólana okkar. Vissir þú að aðeins 55% Hafnfirðinga eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu? Við í Viðreisn ætlum að efla aðgengismál allra í bænum, til dæmis með því að gera heimasíðu bæjarins einfaldari í notkun svo að allir geti sótt þangað þær upplýsingar sem þeir þurfa. Viðreisn talar fyrir valfrelsi, í öllu og alltaf. Við viljum að allir eldri borgarar í Hafnarfirði geti búið heima hjá sér eins lengi og kostur er, vilji þeir það sjálfir, en það gerum við með því að efla heimaþjónustu aldraðra enn frekar og sporna gegn félagslegri einangrun. Við viljum að eldra fólk hafi meira val um heimsendan mat, með því að semja við fleiri fyrirtæki um matarþjónustu og auka þannig framboðið. Við viljum halda áfram að styðja við öfluga hreyfingu eldri borgara og leita nýrra tækifæra til að gera þar enn betur. Það er gott að búa í Hafnarfirði en á sama tíma megum við ekki vera hrædd við leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Við í Viðreisn viljum taka virkan þátt í því að gera góðan bæ enn betri, fáum við til þess tækifæri. Kjósum breytingar í dag. Kjósum Viðreisn. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun