Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2022 17:01 Hinn grunaði færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Bilbao. GettyImages Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu. Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna