Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Bjarki Sigurðsson skrifar 16. maí 2022 15:41 Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, útilokar ekki meirihlutasamstarf með neinum flokki. Stefnt er á að klára viðræður við alla flokka í dag. Vísir/Vilhelm Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Meirihluti Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ féll um helgina og minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins um 12 prósent frá því árið 2018. Vinstri grænir hlutu einungis 5,7 prósent í kosningunum á laugardaginn og fengu engan mann inn í bæjarstjórn. Stórsigur Framsóknar Framsókn hlaut mesta fylgið í kosningunum eða 32,2 prósent og fá þannig fjóra fulltrúa inn í bæjarstjórn líkt og Sjálfstæðisflokkurinn sem hlaut 27,3 prósent atkvæða. Framsókn hefur ekki átt mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar síðan árið 2010. Í dag greindi Kjarninn frá því að samkvæmt heimildum þeirra útiloki Framsóknarflokkurinn meirihlutasamstarf með sjálfstæðismönnum. Þar kemur fram að flokkurinn ætli frekar í viðræður við Samfylkinguna og Viðreisn sem bæði fengu einn mann kjörinn í bæjarstjórn. Þá komi einnig til greina að bjóða Vinum Mosfellsbæjar að taka þátt í viðræðunum en þau fengu einnig einn mann kjörinn inn. Vill klára að ræða við alla Í samtali við fréttastofu þvertekur Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins, fyrir að nokkur flokkur hafi nú þegar verið útilokaður. Hún eigi eftir að klára að ræða við alla flokka og ætlar að nýta daginn í dag í það. „Ég þarf einhvern veginn að koma mér inn í þennan pólitíska veruleika, það koma bara allskonar sögur án þess að maður viti af. Við vorum í viðræðum í gær, við erum í viðræðum í dag. Það er ekki búið að útiloka neitt, allt er opið,“ segir Halla. Hún segir formlegar viðræður um meirihlutasamstarf ekki hefjast fyrr en búið sé að ræða við alla flokka og flokksmenn Framsóknar séu búnir að ráðfæra sig við hvorn annan. Aðspurð segir hún að það sé ekki komið á hreint hvort hún geri tilkall til bæjarstjórasætisins eða hvort ópólitískur einstaklingur verði ráðinn í starfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira