Hluti af vandanum eða hluti af lausninni? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. maí 2022 16:00 Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun