Er verið að njósna um þig? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. maí 2022 08:00 Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Neytendur Stafræn þróun Persónuvernd Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun