Fullkomnasti fyrri hálfleikur í sögu úrslitaeinvígisins um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 14:46 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsliðsins, fagnar á hliðarlínunni í gær. Hans menn voru stórkostlegir. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn biðu í ellefu daga eftir leik eitt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild karla og það er óhætt að segja að lærisveinar Snorra Steins Guðjónssonar hafi mætt tilbúnir. Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira
Þeir sem óttuðust eitthvað ryð í vel slípuðum leik Valsmanna frá því í sópinu á móti Selfossi fengu fljótt svar um að slíkar áhyggjur voru algjörlega óþarfar. Valsmenn voru ekki bara tilbúnir í slaginn heldur buðu þeir hreinlega upp á fullkomnasta fyrri hálfleik í sögu lokaúrslita karla. Það var ljóst í hvað stefndi því Valsliði vann fyrstu fimm og hálfu mínútuna 7-2 og var búið að ná tíu marka forystu, 17-7, þegar Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, tók sitt annað leikhlé eftir aðeins 22 mínútna leik. Valsliðið vann fyrri hálfleikinn á endanum með þrettán marka mun, skoraði 22 mörk gegn aðeins níu mörkum Eyjamanna. Þetta er langmesta forysta eftir fyrri hálfleik í sögu úrslitaeinvígisins. Gamla metið var sjö marka forysta sem fimm lið höfðu náð síðan að úrslitakeppnin var sett á laggirnar árið 1992. Valsmenn voru að bæta það met um sex mörk og fóru því langt með að tvöfalda gamla metið. Stiven Tobar Valencia skoraði þrjú mörk í upphafi leiks og var með fleiri mörk en allir Eyjamenn til samans þegar ÍBV þurfti að taka sitt fyrsta leikhlé í leiknum.Vísir/Hulda Margrét Leikmenn Vals buðu líka upp á magnaða tölfræði hvert sem var litið í þessum stórbrotna fyrri hálfleik. Valsmenn nýttu skotin sín 85 prósent í fyrri hálfleiknum en þeir klikkuðu aðeins á fjórum skotum allan hálfleikinn. Eins var markvarslan í heimsklassa en Björgvin Páll Gústavsson varði 17 skot í fyrri hálfleiknum eða 65 prósent skotanna sem á hann komu. Valsmenn voru líka með yfirburði í hálfleiknum í stoðsendingum (15-2), löglegum stöðvunum (14-6), stolnum boltum (5-2), gegnumbrotsmörkum (5-1) og hreinum hraðaupphlaupsmörkum (6-1). Jú, þetta var sögulegur hálfleikur sem verður seint jafnaður nema kannski af þessu magnaða Valsliði sem enginn hefur ráðið við í þessari úrslitakeppni. Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Besti fyrri hálfleikur í sögu lokaúrslita karla í handbolta: +13 Valur á móti ÍBV í leik eitt 2022 (22-9) +7 KA á móti Val í leik þrjú 1996 (17-10) +7 Valur á móti Fram í leik fjögur 1998 (13-6) +7 Haukar á móti KA í leik tvö 2001 (15-8) +7 Fram á móti Haukum í leik fjögur 2013 (14-7) +7 FH á móti Val í leik fjögur 2017 (19-12) +6 Valur á móti Haukum í leik eitt 1994 (13-7) +6 Afturelding á móti FH í leik þrjú 1999 (16-10) +6 Haukar á móti KA í leik fjögur 2001 (18-12) +6 Haukar á móti Fram í leik þrjú 2011 (18-12)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Sjá meira