Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 18:26 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt lögum hafi fólkið átt að vera farið úr landi. Stöð 2 Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira