Warriors í kjörstöðu eftir annan sigurleikinn í röð Atli Arason skrifar 21. maí 2022 09:27 Kevon Looney, leikmaður Golden State Warriors, kemur boltanum ofan í körfuna á meðan Luka Doncic, leikmaður Dallas Mavericks, fylgist með. Getty Images Golden State Warriors vann öflugan 9 stiga endurkomu sigur á heimavelli gegn Dallas Mavericks í nótt, 117-126. Golden State leiðir nú úrslitaseríuna í vesturdeild NBA með tveimur sigrum gegn engum. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í sjálfan úrslitaleik NBA þar sem mótherjinn verður annaðhvort Boston Celtics eða Miami Heat. Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu. NBA Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Mavericks byrjaði leikinn í nótt mun betur. Byrjunarlið Mavs setti 14 af 18 þriggja stiga tilraunum sínum í fyrri hálfleik og forysta Mavericks var mest 19 stig en í hálfleik leiddu gestirnir með 14 stigum, 72-58. Þriðji leikhluti varð Mavericks að falli. Gestirnir hættu að hitta úr þriggja stiga tilraunum sínum en aðeins tvö af 13 þriggja stiga skotum Mavs fóru ofan í körfuna og sóknarleikur liðsins varð ráðvilltur. Á sama tíma var Warriors, sem er þekkt fyrir að skjóta villt og galið fyrir utan þriggja stiga línuna að keyra meira inn á körfuna en oft áður. Heimamenn snéru leiknum við og náðu í fyrsta skipti yfirhöndinni í upphafi fjórða leikhluta. Kevon Looney, miðherji Warriors, fær flestar fyrirsagnir vestanhafs fyrir frábæran leik. Looney var með tvöfalda tvennu, gerði 21 stig og tók 12 fráköst en álíka leikur frá miðherja Warriors í úrslitakeppni hefur ekki sést lengi, besti leikur Looney á NBA ferli sínum. Stephen Curry var aftur sem áður stigahæsti leikmaður Warriors með 32 stig. Curry gaf einnig fimm stoðsendingar og tók átta fráköst. Luka Doncic var lang stigahæstur á vellinum með 42 stig. Þrátt fyrir þetta mikla stigaskor Slóvenans þá voru Mavericks -12 stigum undir þær 38 mínútur sem Doncic spilaði. Eitthvað sem hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Jason Kidd og hans menn í Dallas Mavericks. Næsti leikur liðanna er í Dallas, aðfaranótt 22. maí. Mavericks ættu ekki að óttast þrátt fyrir að vera 2-0 undir en liðið var í sömu stöðu gegn Phoenix Suns í síðasta einvígi en náðu samt að koma til baka og vinna þá seríu.
NBA Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum