Vinir Mosfellsbæjar ekki lengur með í meirihlutaviðræðum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. maí 2022 13:45 Dagný Kristinsdóttir (t.v.), oddviti Vina Mosfellsbæjar, og Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, ætluðu að halda viðræðum áfram í dag en upp úr slitnaði. Vísir Framsóknarflokkurinn hefur formlega slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Dagný Kristinsdóttir, oddviti Vina Mosfellsbæjar, sendi í dag. Viðræður milli Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar hófust í gær og að sögn Dagnýjar var mikill samhljómur meðal framboða við fyrstu skref viðræðna. Flokkarnir ætluðu að hittast aftur í dag en fyrir settan fundartíma sleit Framsóknarflokkurinn viðræðunum við Vini Mosfellsbæjar. Dagný segir ástæðurnar fyrir slitunum vera óljósar. „Vera kann að afstaða Vina Mosfellsbæjar varðandi skipulagsmál og aðkomu íbúa að þeim, eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagný. Nú halda áfram viðræður Framsóknarflokksins við Viðreisn og Samfylkinguna og segir Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ, að þær viðræður gangi vel. Framsóknarflokkurinn sigraði kosningarnar og fékk fjóra menn inn í bæjarstjórn. Á seinasta kjörtímabili átti flokkurinn ekki einn mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig inn fjóra menn en Vinir Mosfellsbæjar, Samfylkingin og Viðreisn fengu öll einn mann kjörinn inn. Fréttin hefur verið uppfærð. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. 16. maí 2022 15:41 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Viðræður milli Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vina Mosfellsbæjar hófust í gær og að sögn Dagnýjar var mikill samhljómur meðal framboða við fyrstu skref viðræðna. Flokkarnir ætluðu að hittast aftur í dag en fyrir settan fundartíma sleit Framsóknarflokkurinn viðræðunum við Vini Mosfellsbæjar. Dagný segir ástæðurnar fyrir slitunum vera óljósar. „Vera kann að afstaða Vina Mosfellsbæjar varðandi skipulagsmál og aðkomu íbúa að þeim, eigi þarna hlut að máli,“ segir Dagný. Nú halda áfram viðræður Framsóknarflokksins við Viðreisn og Samfylkinguna og segir Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ, að þær viðræður gangi vel. Framsóknarflokkurinn sigraði kosningarnar og fékk fjóra menn inn í bæjarstjórn. Á seinasta kjörtímabili átti flokkurinn ekki einn mann í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig inn fjóra menn en Vinir Mosfellsbæjar, Samfylkingin og Viðreisn fengu öll einn mann kjörinn inn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mosfellsbær Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. 16. maí 2022 15:41 Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Sjá meira
Útilokar ekki samstarf með Sjálfstæðisflokki Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ, segir flokkinn ekki útiloka meirihlutasamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Hún hefur ekki náð að ræða við alla flokka og því geti hún hvorki útilokað einn né neinn. 16. maí 2022 15:41
Framsókn sigurvegari á landsvísu Framsóknarflokkur vann stórsigur í kosningum í gær víða um land, sérstaklega í kringum höfuðborgarsvæðið. Flokkurinn er í lykilstöðu þegar kemur að stjórnarmyndun í borginni eftir fall síðasta meirihluta. 15. maí 2022 11:00