Þakið lak þegar Dallas minnkaði muninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2022 08:31 Luka Doncic leiddi sína menn í Dallas Mavericks til sigurs á Golden State Warriors í nótt. getty/Ron Jenkins Dallas Mavericks er enn á lífi í úrslitum Vesturdeildar NBA eftir sigur á Golden State Warriors, 119-109, í fjórða leik liðanna í nótt. Staðan í einvíginu er 3-1, Golden State í vil. Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum. Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán. Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1— NBA (@NBA) May 25, 2022 Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu. The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X— NBA (@NBA) May 25, 2022 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Dallas var með fimmtán stiga forystu í hálfleik, 62-47. Seinni hálfleikurinn gat þó ekki hafist á réttum tíma því þakið á American Airlines höllinni í Dallas lak. Leikmenn liðanna þurftu að bíða í rúman stundarfjórðung á meðan starfsmenn hallarinnar reyndu að stöðva lekann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tafir verða á leik vegna leka í American Airlines höllinni. Það gerðist einnig þegar Dallas og Minnesota Timberwolves áttust við í mars síðastliðnum. Dallas lét töfina á leiknum ekki á sig fá og jók forystuna í 3. leikhluta. Staðan að honum loknum var 99-70, heimamönnum í vil. Gestirnir löguðu stöðuna í 4. leikhluta en úrslitunum var ekki breytt. Luka Doncic skoraði þrjátíu stig fyrir Dallas, tók fjórtán fráköst og gaf níu stoðsendingar. Dorian Finney-Smith skoraði 23 stig fyrir, Reggie Bullock átján og Jalen Brunson fimmtán. Luka sprinkled his magic all over the game dropping a 30 point double-double and dishing out 9 dimes on his way to the Game 4 W. pic.twitter.com/RM8JMfAQm1— NBA (@NBA) May 25, 2022 Dallas hefur hitt illa úr þriggja stiga skotum í einvíginu en það breyttist í nótt. Heimamenn voru með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu. The @dallasmavs were locked in from deep, knocking down 20 3-pointers in Game 4 #MFFL pic.twitter.com/7Ksd3poe9X— NBA (@NBA) May 25, 2022 Sjö leikmenn Golden State skoruðu tíu stig eða meira. Stephen Curry var þeirra stigahæstur með tuttugu stig. Hann gaf einnig átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Sport Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira