Zlatan skilaði titlinum með slitið krossband | Sprautur, svefnleysi og sársauki í sex mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:01 Zlatan lagði mikið á sig til að standa við loforð sitt. AP Photo/Antonio Calanni Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði mikið á sig til að AC Milan myndi endurheimta ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir ellefu ára bið. Hann greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið með slitið krossband frá upphafi nýafstaðinnar leiktíðar. Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn. Ítalski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira