Þeir sem græddu og þeir sem töpuðu á D’Hondt Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2022 11:01 Gunnar Smári kemur úr kjörklefanum í Alþingiskosningningum 2021 vitandi að D´Hondt-reglan gæti hæglega gert atkvæði hans að engu. vísir/vilhelm Á Íslandi er hin umdeilda D´Hondt-reikniregla lögð til grundvallar þegar ákveðið er hvaða fulltrúar hvaða flokks fá sæti í bæjar- og borgarstjórnum hinna ýmsu sveitarfélaga. Í kjölfar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga hafði D’Hondt áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum. Vísir fjallaði um það í síðustu viku hvernig þessi reikningsregla reyndist Haukur í horni Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. En D´Hondt hyglir ríkjandi öflum; stærri flokkum á kostnað hinna minni. Hér eru undir bein áhrif á mannleg örlög, sumir komast ekki í bæjarstjórn þó atkvæðin ættu að vera næg, aðrir sigla í bæjarstjórn ómaklega. Þau áhrif gætu þó talist hjóm þegar litið er til sjálfs lýðræðisins; þetta getur ekki verið til þess fallið að auka tiltrú kjósenda á að þeir hafi áhrif á hverjir fara með völdin á Íslandi. Í því sambandi var rætt við Gunnar Smára Egilsson blaðamann en hann hefur stúderað kosningar og hvernig þær virka lengi. Gunnar Smári sagði að ef Sainte-Laguë´-reikniaðferð hefði verið lögð til grundvallar hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins fallið; sem hefðu reynst tíðindi en þarna hefur lengstum verið höfuðvígi flokksins á landsvísu. Ólafur Þ. Harðarson prófessor sagði að þarna hafi Gunnari Smára skjöplast, vissulega hygli D´Hondt stærri flokkum en meirihlutinn hefði þó haldið velli. Drifkraftur sektarkenndarinnar „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa komið inn villu inn í frétt Vísis um kosningakerfið, þar sem haft var eftir mér að meirihluti Sjálfstæðismanna í Garðabæ hefði fallið ef norrænni Sainte-Laguë reikniaðferð hefði verið beitt í stað D’Hondt, að ég reiknaði fyrir þig áhrif D’Hondt á úrslit þeirra 22 sveitarfélaga þar sem fleiri en tvö þúsund búa,“ segir Gunnar Smári sem lagðist yfir kosningaúrslitin fyrir Vísi og bar saman virkni ólíkra aðferða. Þannig má segja að sektarkenndin geti reynst drifkraftur. Að sögn Gunnars Smára er stuðst við mildari útgáfa af Sainte-Laguë á Norðurlöndum. „Óbreytt útgáfa af Sainte-Laguë hefði til dæmis fellt meirihluta Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi núna þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið 50,1 prósent atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Meirihlutinn á Seltjarnarnesi væri fallinn Stærðfræðingurinn og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Pawel Bartoszek reiknaði út hvernig farið hefði á Seltjarnarnesi og birti niðurstöðu sína á Twitter-reikningi sínum. Hann segir D´Hondt hafa þann kost að meirihluti atkvæða tryggi meirihluti sæta. „Meirihlutinn á Nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð.“ Öll hlutfallskerfi hafa sín séreinkenni. Dhondt hefur þann kost að meirihluti atkvæða tryggir meirihluta sæta. Meirihlutinn á nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð. pic.twitter.com/aghSW7ZzxH— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 16, 2022 Að sögn Gunnars Smára er með Sainte-Laguë í sinni upphaflegu mynd er deilt í atkvæði hvers flokks með 1, síðan 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. En í hinni mildari útgáfu er fyrst deilt með 1,4 en síðan með 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. „Þessi lagfæring dregur úr hættunni á að aðferðin virki öfugt, í stað þess að rétta hlut smærri framboða gagnvart D’Hondt þá sé gengið of langt og stærri framboð svipt meirihluta sem þau hafa unnið fyrir með meirihluta atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Afdrifarík áhrif á sex sveitarfélög Á daginn kemur að ef til grundvallar lægi Sainte-Laguë en ekki D’Hondt þá væri niðurstaðan sú að engar breytingar væru á fulltrúum í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akranesi, Fjarðarbyggð, Múlaþingi, Seltjarnarnesi, Vestmannaeyjum, Skagafirði, Borgarfirði, Ísafirði, Hveragerði, Hornafirði og Ölfuss. Þetta eru rúmlega 2/3 hlutar af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en tvö þúsund íbúa. Hins vegar kemur á daginn að D’Hondt hafði áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum eins og rakið verður hér neðar: Í Hafnarfirði færðist fulltrúi Pírata yfir á Samfylkinguna, en það hefði ekki raskað meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Á Akureyri færðist annar fulltrúi Flokks fólksins yfir á L listann bæjarlista Akureyrar og því gátu Sjálfstæðisflokkur, L-listinn og Miðflokkur myndað sex manna meirihluta, en flokkarnir hefðu fengið samanlagt fimm fulltrúa samkvæmt Sainte-Laguë. Í Garðabæ færðist annar fulltrúi Viðreisnar yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti Sjálfstæðismanna var því sjö fulltrúar í stað sex. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 49,1 prósent atkvæða í Garðabæ en D’Hondt færði flokknum 63,6 prósent bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ færðist fulltrúi Vina Mosfellsbæjar yfir á Sjálfstæðisflokkinn, en báðir flokkar eru nú í minnihluta svo þetta hefði ekki breytt meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Í Árborg færðist fulltrúi VG yfir á Sjálfstæðisflokkinn og tryggði þeim flokki meirihluta fulltrúa. D’Hondt færði því Sjálfstæðismönnum meirihluta í bæjarfélaginu, ekki kjósendur. Flokkurinn fékk 46,4 prósent atkvæða en 54,5 prósent fulltrúa. Í Grindavík færðist fulltrúi Framsóknar yfir á Miðflokkinn og felldi þar með meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, sem hefði naumlega hangið áfram. Miðflokkurinn fékk 42,9 prósent fulltrúa út á 32,4 prósent atkvæða en Framsókn aðeins 14,3 prósent fulltrúa út á 20,2 prósent atkvæða. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Í kjölfar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga hafði D’Hondt áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum. Vísir fjallaði um það í síðustu viku hvernig þessi reikningsregla reyndist Haukur í horni Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. En D´Hondt hyglir ríkjandi öflum; stærri flokkum á kostnað hinna minni. Hér eru undir bein áhrif á mannleg örlög, sumir komast ekki í bæjarstjórn þó atkvæðin ættu að vera næg, aðrir sigla í bæjarstjórn ómaklega. Þau áhrif gætu þó talist hjóm þegar litið er til sjálfs lýðræðisins; þetta getur ekki verið til þess fallið að auka tiltrú kjósenda á að þeir hafi áhrif á hverjir fara með völdin á Íslandi. Í því sambandi var rætt við Gunnar Smára Egilsson blaðamann en hann hefur stúderað kosningar og hvernig þær virka lengi. Gunnar Smári sagði að ef Sainte-Laguë´-reikniaðferð hefði verið lögð til grundvallar hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins fallið; sem hefðu reynst tíðindi en þarna hefur lengstum verið höfuðvígi flokksins á landsvísu. Ólafur Þ. Harðarson prófessor sagði að þarna hafi Gunnari Smára skjöplast, vissulega hygli D´Hondt stærri flokkum en meirihlutinn hefði þó haldið velli. Drifkraftur sektarkenndarinnar „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa komið inn villu inn í frétt Vísis um kosningakerfið, þar sem haft var eftir mér að meirihluti Sjálfstæðismanna í Garðabæ hefði fallið ef norrænni Sainte-Laguë reikniaðferð hefði verið beitt í stað D’Hondt, að ég reiknaði fyrir þig áhrif D’Hondt á úrslit þeirra 22 sveitarfélaga þar sem fleiri en tvö þúsund búa,“ segir Gunnar Smári sem lagðist yfir kosningaúrslitin fyrir Vísi og bar saman virkni ólíkra aðferða. Þannig má segja að sektarkenndin geti reynst drifkraftur. Að sögn Gunnars Smára er stuðst við mildari útgáfa af Sainte-Laguë á Norðurlöndum. „Óbreytt útgáfa af Sainte-Laguë hefði til dæmis fellt meirihluta Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi núna þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið 50,1 prósent atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Meirihlutinn á Seltjarnarnesi væri fallinn Stærðfræðingurinn og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Pawel Bartoszek reiknaði út hvernig farið hefði á Seltjarnarnesi og birti niðurstöðu sína á Twitter-reikningi sínum. Hann segir D´Hondt hafa þann kost að meirihluti atkvæða tryggi meirihluti sæta. „Meirihlutinn á Nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð.“ Öll hlutfallskerfi hafa sín séreinkenni. Dhondt hefur þann kost að meirihluti atkvæða tryggir meirihluta sæta. Meirihlutinn á nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð. pic.twitter.com/aghSW7ZzxH— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 16, 2022 Að sögn Gunnars Smára er með Sainte-Laguë í sinni upphaflegu mynd er deilt í atkvæði hvers flokks með 1, síðan 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. En í hinni mildari útgáfu er fyrst deilt með 1,4 en síðan með 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. „Þessi lagfæring dregur úr hættunni á að aðferðin virki öfugt, í stað þess að rétta hlut smærri framboða gagnvart D’Hondt þá sé gengið of langt og stærri framboð svipt meirihluta sem þau hafa unnið fyrir með meirihluta atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Afdrifarík áhrif á sex sveitarfélög Á daginn kemur að ef til grundvallar lægi Sainte-Laguë en ekki D’Hondt þá væri niðurstaðan sú að engar breytingar væru á fulltrúum í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akranesi, Fjarðarbyggð, Múlaþingi, Seltjarnarnesi, Vestmannaeyjum, Skagafirði, Borgarfirði, Ísafirði, Hveragerði, Hornafirði og Ölfuss. Þetta eru rúmlega 2/3 hlutar af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en tvö þúsund íbúa. Hins vegar kemur á daginn að D’Hondt hafði áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum eins og rakið verður hér neðar: Í Hafnarfirði færðist fulltrúi Pírata yfir á Samfylkinguna, en það hefði ekki raskað meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Á Akureyri færðist annar fulltrúi Flokks fólksins yfir á L listann bæjarlista Akureyrar og því gátu Sjálfstæðisflokkur, L-listinn og Miðflokkur myndað sex manna meirihluta, en flokkarnir hefðu fengið samanlagt fimm fulltrúa samkvæmt Sainte-Laguë. Í Garðabæ færðist annar fulltrúi Viðreisnar yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti Sjálfstæðismanna var því sjö fulltrúar í stað sex. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 49,1 prósent atkvæða í Garðabæ en D’Hondt færði flokknum 63,6 prósent bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ færðist fulltrúi Vina Mosfellsbæjar yfir á Sjálfstæðisflokkinn, en báðir flokkar eru nú í minnihluta svo þetta hefði ekki breytt meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Í Árborg færðist fulltrúi VG yfir á Sjálfstæðisflokkinn og tryggði þeim flokki meirihluta fulltrúa. D’Hondt færði því Sjálfstæðismönnum meirihluta í bæjarfélaginu, ekki kjósendur. Flokkurinn fékk 46,4 prósent atkvæða en 54,5 prósent fulltrúa. Í Grindavík færðist fulltrúi Framsóknar yfir á Miðflokkinn og felldi þar með meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, sem hefði naumlega hangið áfram. Miðflokkurinn fékk 42,9 prósent fulltrúa út á 32,4 prósent atkvæða en Framsókn aðeins 14,3 prósent fulltrúa út á 20,2 prósent atkvæða.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30