Neitaði að svara því hvort Óli Jó yrði áfram þjálfari FH Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:31 Ólafur Jóhannesson tók við FH í fjórða sinn á ferlinum í fyrrasumar. vísir/Hulda Margrét „Óli Jó er okkar maður og ekki mikið meira um það að segja,“ segir Valdimar Svavarsson, formaður knattspyrnudeildar FH, um stöðu þjálfarans Ólafs Jóhannessonar nú þegar FH situr í 9. sæti Bestu deildar karla í fótbolta. Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla FH Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Eftir að hafa aðeins náð 6. sæti á síðustu leiktíð, sem er versta niðurstaða FH í tæpa tvo áratugi, hefur liðið einnig byrjað yfirstandandi leiktíð illa og er aðeins með sjö stig, fjórum stigum frá botnsæti Bestu deildarinnar. Eftir 3-2 tapið gegn KR í Kaplakrika í gær er nú komið hlé hjá FH, vegna landsleikja, þar til að liðið mætir Leikni 16. júní. Verður Ólafur enn þjálfari FH að landsleikjahléinu loknu? „Þú veist að ég mun aldrei svara svona spurningu. Við erum bara með okkar plan áfram í gangi og Óli er okkar þjálfari. Það liggja engar ákvarðanir fyrir um annað og það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Valdimar. „Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig“ Ólafur var ráðinn til FH í fjórða sinn á ferlinum síðasta sumar, 21. júní. Hann tók þá við af Loga Ólafssyni. Valdimar segir ekki hægt að kenna Ólafi einum um stöðu FH-inga: „Auðvitað verða allir sem að þessu koma að líta í eigin barm, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar eða við sem stjórnum félaginu. Við berum öll ábyrgð á þessu og verðum að reyna að vinna samkvæmt því. Á meðan að staðan er eins og hún er þá reynum við að berjast í því. Ef við sjáum svo einhverja ástæðu til að breyta einhverju þá er það bara þannig á einhverjum punkti en við erum búin að reyna að berja í þessa bresti upp á síðkastið og það er verkefnið akkúrat núna. Ég held að það sé alltaf allt til skoðunar en þetta er ekki mál sem að við getum algjörlega skrifað á einn stað. Þetta er hópurinn, áherslurnar og annað þess háttar sem við þurfum að sjá hvort við berjum ekki bara saman og látum smella,“ segir Valdimar. Lagt mikla áherslu á að yngja upp hópinn En telur hann félagið hafa lagt nógu mikinn metnað í það að gera betur en á síðustu leiktíð, til að mynda varðandi leikmannamál? „Við höfum alla vega reynt að vanda okkur mjög vel við það sem við höfum gert. Við höfum ekki keypt bara til þess að kaupa. Það geta örugglega margir haft skoðun á því að það mætti gera meira eða betur en við þurfum auðvitað að taka mið af þeirri stöðu sem félagið er í á hverjum tíma,“ sagði Valdimar. „Við höfum verið að leggja mikla áherslu á það að yngja upp og breyta aðeins áherslum. Við höfum verið að fá inn yngri menn og erum með mjög efnilega leikmenn innan okkar raða sem eru uppaldir FH-ingar, sem er verið að vinna í að gera betri og sterkari. Þetta er oft vegferð sem að tekur smávinnu og orku en við höfum trú á að við komumst aftur á þann stað sem við viljum vera á. Það gerum við FH-ingar.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla FH Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira