Iðnmenntun og fasteignaskattar Drífa Snædal skrifar 3. júní 2022 12:01 Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Fasteignamarkaður Skattar og tollar Skóla - og menntamál Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á fimmtudag var tíunda þing Samiðnar sett, en Samiðn er eitt af aðildarsamtökum ASÍ og vettvangur fagfólks í ýmsum iðngreinum. Mér hlaust sá heiður að ávarpa setninguna og lagði út frá nauðsyn þess að skólakerfið okkar gæti sinnt þeim fjölmörgu sem hafa áhuga á iðn- og tæknimenntun á öllum aldri. Í fyrra var 700 manns vísað frá iðn- og tæknimenntun og óttast er að það verði fleiri næsta vetur. Að auki er orðið erfitt um vik að bjóða aðfluttu fólki raunfærnimat því skólarnir eru misvel í stakk búnir til að taka við fólki sem hefur fengið hluta námsins metið. Ekki einungis erum við þannig að vísa frá fólki með vilja og áhuga á að læra iðn- og tæknigreinar heldur tekst okkur ekki að aðstoða aðflutt fólk að fá sína menntun og reynslu metna í nægjanlegum mæli. Þetta er á sama tíma og okkur sárvantar iðnaðarmenn þar sem grettistak í húsbyggingum er framundan og metfjöldi hælisleitenda hafa sótt um með þekkingu og reynslu, en líka í húsnæðisþörf. Einn helsti kostur okkar menntakerfis hefur verið sveigjanleiki og ég tel sjálfa mig vera afsprengi þess. Eins og svo mörg önnur hafði ég ekki hugmynd um framan af hvað mig langaði að gera. Ég flakkaði á milli fjölbrautar, háskóla og iðnskóla á yngri árum – svona eins og mörg gera. Auðvitað hafði öll menntun og reynsla mótandi áhrif, hvort sem hún endaði með brottfalli eða brautskrift, en annað og þriðja tækifæri reyndist nauðsynlegt í mínu tilviki sem er langt í frá einsdæmi. Að skilyrða inngöngu í menntun við aldur er feigðarflan því við sem tókum seinna við okkur vitum að við vorum síður en svo verri námsmenn eftir að smá lífsreynsla bættist í púkkið. Eftir samtal við fulltrúa á Samiðnarþinginu er ljóst að úrbætur í menntun standa iðnaðarmönnum nærri. Nægt framboð af iðn- og tæknimenntun verður örugglega eitt af áhersluatriðum í tengslum við kjarasamninga. Ef við svörum ekki kallinu er hætt við að fagmennska og vandað handbragð víki fyrir vanþekkingu og minnkandi framleiðni. Það viljum við síst af öllu að gerist og slíkt getur reynst dýrkeypt til lengdar. Fasteignamatshækkun sem á sér varla hliðstæðu Um mál málanna í vikunni vil ég þetta segja; nú reynir á nýkjörið sveitastjórnarfólk að láta hækkandi fasteignamat ekki fara sjálfkrafa inn í fasteignaskattana heldur endurmeta hlutfallið sem reiknað er eftir. Við munum fylgjast vel með því í haust þegar fjármálaákvarðanir sveitarstjórna fyrir árið 2023 eru teknar. Næsta vers er svo að endurmeta fasteignamatið sjálft og útreikninga á því. Nú verðum við að leggjast á eitt að stemma stigu við dýrtíð sem nú þegar er sligandi fyrir pyngjur heimilanna. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun