Þorsteinn framlengir um fjögur ár við KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 11:25 Þorsteinn Halldórsson þjálfar A-landslið kvenna til 2026 hið minnsta. vísir/Sigurjón Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands um fjögur ár. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á frekari framlengingu. Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira